fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Fókus

Segja skilnaðinn vera einhliða ákvörðun – Vildi bjarga hjónabandinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 30. september 2025 08:23

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Nicole Kidman og tónlistarmaðurinn Keith Urban eru að skilja eftir 20 ára samband.

Hjónin giftu sig árið 2006 og eiga saman tvær táningsdætur. Kidman á fyrir tvö börn sem hún ættleiddi þegar hún var gift leikaranum Tom Cruise.

Fjölmiðlar vestanhafs greina frá skilnaðinum sem virðist koma mörgum aðdáendum á óvart. En samkvæmt E! News kom hann líka leikkonunni á óvart.

Samkvæmt miðlinum þá var það Urban sem vildi skilnað, ekki Kidman. Hún hefur verið að reyna að bjarga hjónabandinu síðan þau fluttu í sundur í byrjun sumars.

Kidman, 58 ára, hefur verið að hugsa um dætur þeirra, Sunday Rose, 17 ára, og Faith Margaret, 14 ára, á heimili þeirra í Nashville, en Urban hefur búið í öðru húsnæði í borginni. Hann er núna á tónleikaferðalagi um Bandaríkin.

Hvorki Kidman né Urban hafa tjáð sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Bandarískur ferðamaður fékk menningarsjokk á Íslandi – „Ég geng inn og sé þá fullt af nöktum konum”

Bandarískur ferðamaður fékk menningarsjokk á Íslandi – „Ég geng inn og sé þá fullt af nöktum konum”
Fókus
Fyrir 5 dögum

Carmen Electra 53 ára í djarfri myndatöku

Carmen Electra 53 ára í djarfri myndatöku