Hún á tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum, leikaranum Sean Penn: Dylan Penn, 34 ára, og Hopper Penn, 32 ára.
„Það er eitt sem ég sé mest eftir í uppeldinu og ég hef þurft að lifa með afleiðingum þess í mörg ár,“ sagði hún í viðtali við The Times of London fyrir nokkrum dögum.
„Ég var ekki nógu ströng við þau.“
Wright segir að Penn hafi verið „stranga foreldrið“ og hún það „rólega.“
„En hann var mikið í burtu. Hann kom svo heim og var löggan og svo skildi mig eftir að klára málið. Þá maldaði ég í móinn og fór í hina áttina. Við vorum bæði of mikið af sitthvoru. Þau fengu ekki þetta gráa svæði í miðjunni sem er það sem þau þurftu.“
Hopper glímdi við fíkniefnavanda um árabil en er á góðum stað í dag. „Þau eru bæði á mjög góðum stað,“ sagði Wright.