fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Fókus

Helena Reynis bjó með Snorra og lætur hann heyra það – „Þú ert svo mikill hræsnari“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 3. september 2025 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndlistarkonan Helena Reynisdóttir lætur Snorra Másson, þingmann Miðflokksins, heyra það í myndbandi á TikTok sem hefur vakið mikla athygli.

„Snorri minn, við þekkjumst, we go way back. Við þekkjumst meira að segja persónulega, við bjuggum saman í Berlín,“ segir Helena í myndbandinu, sem hefur fengið um 50 þúsund áhorf á tæpum sólarhring og yfir tvö hundruð athugasemdir.

Þetta var árið 2020, rétt áður en Covid skall á. „Þá fluttum við inn saman sem vinir, herbergisfélagar,

„Við bjuggum saman í nokkra daga áður en þú ákvaðst að fara heim til Íslands út af Covid og ég ákvað að vera áfram og þar svolítið endar okkar saga, eða það ég hélt. Þangað til ég byrjaði að sjá þig haga þér eiginlega akkúrat ekki eins og ég hafði kynnst þér, það kom mér rosalega á óvart.“

Snorri hefur sætt harðri gagnrýni síðan hann kom fram í Kastljós á mánudagskvöld ásamt Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru Samtakanna 78. Þau tókust á um hinsegin málefni og ef marka má umræðuna á samfélagsmiðlum síðan eru margir ósáttir með Snorra.

Sjá einnig: Allt á suðupunkti eftir Kastljósið í gær: „Ég er gjörsamlega orðlaus“ – „Þetta er bara byrjunin“

@helenareynisSkilaboð til Snorra Mássonar og þeirra sem fylgja honum♬ original sound – helenareynis

„Þín fjölskylda er ekki einu sinni alíslensk“

Berlín er mjög frjálslynd borg og segir Helena að Snorra hafi liðið vel þar. „Þú ert svo mikill hræsnari, þú sjálfur varst útlendingur, þú sjálfur varst innflytjandi. Þetta er ekki lengur fyndið, nú er þetta komið út í… þetta er orðið hættulegt, hættulegt fyrir alla í okkar samfélagi og líka þína eigin konu og börn. Þín fjölskylda er ekki einu sinni alíslensk, hvernig stendur á því að þú sért að fara gegn þinni eigin fjölskyldu?“

Nadine Guðrún Yaghi, eiginkona Snorra, er hálf íslensk og hálf líbönsk. Hún fæddist í Katar árið 1990 og flutti til Íslands þegar hún var fimm ára. Snorri og Nadine eiga saman tvö börn. Nadine á dreng úr fyrra sambandi.

Hjónin Nadine Guðrún og Snorri.

„Það virkar eins og þú sért bara mjög heimskur“

Helena segir að það sé eins og Snorri sé að fylgja handriti frá gervigreind um hvernig skal vera íslenskur Donald Trump.

„Því það meikar ekkert sens sem kemur út úr munninum á þér. Þú getur ekki átt málefnaleg samtöl, þú þarft bara að tala yfir fólk og taka yfir plássið af því að þú hefur ekki nægar hugmyndir, engar stoðir, þú ert bara… það virkar eins og þú sért bara mjög heimskur. Sem er skrýtið því þú bjóst í Berlín, þú valdir að fara á eins hinsegin stað og hægt er og bjóst þar og upplifðir það og upplifðir menninguna í Berlín, svo kemurðu til Íslands og þykist vera einhver allt annar en þú ert,“ segir Helena.

„En það sem mig langar að segja er að þetta er ekki fyndið. Ég er að vinna í grunnskóla, það sem þú segir og gerir hefur áhrif, alla leið niður í leikskóla. Börn mæta í skólann, upplifa sig ekki samþykkt því þau heyra kannski foreldra sína vera að tala um hvað Snorri Másson var að segja og hvað þau eru sammála. Sem ég efast um að margir séu að gera, ég held það séu nokkrir Facebook Warriors sem eru að kommenta.

Í hvert skipti sem ég sé einhvern kommenta: „Já, Snorri!“ ýti ég á prófílinn og það er annað hvort manneskja sem er komin yfir sjötugt og er glöð að rasismi og sexismi og hómófóbía sé komin aftur frá því að þau voru ung, eða þetta eru nafnlausir prófílar. Sem segir mér að fólk þorir ekki einu sinni að vera sammála þér því það veit í grunninn að þetta eru ógeðsleg skilaboð sem þú ert að senda.“

Skjáskot úr Kastljós þættinum.

Fleiri taka undir

Eins og fyrr segir hefur myndband Helenu vakið mikla athygli og hefur fjöldi fólks skrifað athugasemd við myndbandið, flestir að fagna skilaboðum Helenu en einhverjir að koma Snorra og orðræðu hans til varnar. Nokkrir netverjar segjast þekkja til Snorra og taka undir að hegðun hans sé á skjön við hegðun hans fyrir nokkrum árum síðan.

„Nákvæmlega þetta! Sá hann með fjölskyldu sinni á Austurvelli í október 2023 að sýna Palestínu stuðning – fast forward today… make it make sense,“ segir ein.

„Vann með honum í Jafningjafræðslunni 2016 þar sem við unnum við það að fræða ungt fólk um forvarnir og m.a. hinseginleikann,“ segir önnur.

Ein sem tekur þátt í umræðunni segist tengjast Snorra fjölskylduböndum:

„Sem náskyld frænka Snorra þá er maður algjörlega orðlaus yfir Kastljósi. Hann Snorri á náskylda unga fjölskyldumeðlimi sem eru hinsegin og aldrei myndi maður ímynda sér að hann gæti talað svona niður til þeirra í beinni útsendingu.“

Snorri hefur ekki tjáð sig um bakslagið en birti brot úr Kastljós þættinum á eigin samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Lít betur út en fólkið sem þolir mig ekki“

Vikan á Instagram – „Lít betur út en fólkið sem þolir mig ekki“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hryllingur Evu Maríu í Póllandi – „Á leiðinni heim stakk ég af og var týnd í þrjá daga“

Hryllingur Evu Maríu í Póllandi – „Á leiðinni heim stakk ég af og var týnd í þrjá daga“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldan bakar í sólarhring og heiðrar minningu Guðna Alexanders

Fjölskyldan bakar í sólarhring og heiðrar minningu Guðna Alexanders
Fókus
Fyrir 5 dögum

Steindór segir að það sé byrjaður alvarlegur faraldur – „Ein fallegasta sál sem ég hef kynnst“

Steindór segir að það sé byrjaður alvarlegur faraldur – „Ein fallegasta sál sem ég hef kynnst“