fbpx
Mánudagur 29.september 2025
Fókus

Vigdís lýsir síðustu dögunum í lífi sonar síns – „Ef ég hefði vitað hvað myndi gerast þá hefði ég knúsað hann og aldrei sleppt honum“

Fókus
Mánudaginn 29. september 2025 09:00

Vigdís Skagfjörð Sigurlínudóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Skagfjörð Sigurlínudóttir er eiginkona móðir, félagsráðgjafi sem er fædd og uppalin í Noregi. Hún er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman.

Vigdís ólst upp hjá einstæðri móður og kynntist aldrei föður sínum.

„Mamma fór ung til Noregs að vinna á hóteli þar sem hún kynntist föður mínum, hann var giftur, hún varð ólétt og ákvað að eignast mig og ala mig upp án þess að krefjast neins af honum,“ segir hún.

Móðir hennar fór að vinna á stað sem svipar til Sólheima og bjuggu þær mæðgur einnig á staðnum. Vigdís er því alin upp við mikinn fjölbreytileika og er afar þakklát fyrir það.

„Ég var gott barn en mjög ofvirk. Unglingsárin voru aftur á móti erfiðari og ég varð ógeðslega erfið og í miklum mótþróa,“ segir hún.

Vigdís Skagfjörð Sigurlínudóttir er gestur vikunnar í Sterk saman.

Vegna samskiptaörðuleika og mótþróa kom barnavernd inn í mál þeirra mæðgna að sögn Vigdísar.

„Ég hitti ráðgjafann og fór fram á að fá íbúð þar sem við mamma gátum ekki búið saman lengur. Ég fékk íbúð í húsi hjá fólki sem átti að hafa auga með mér, ég var fimmtán ára,“ segir hún.

Var ólétt ung

Vigdís segir að móðir hennar hafi ekki verið sátt en hafi ákveðið að leyfa henni að finna það sjálfri en hún var komin með kærasta sem mátti samt sem áður ekki gista hjá henni.

„Ég varð mjög fljótt ólétt sem var eðlilega mikið sjokk en ég var strax ákveðin í að eiga barnið,“ segir hún.

Eftir að sonur Vigdísar kom í heiminn átti hún erfitt, svaf lítið og varð paranojuð.

„Ég fór á einhverjum tímapunkti að flýja þessa vanlíðan og byrjaði að djamma,“ segir hún.

Sonurinn byrjaði að fikta

Vigdís segir að hún hafi misst stjórn í kjölfarið og til að byrja með var sonur hennar viku og viku hjá henni og föður sínum.

„Ég fór heim til Íslands yfir jólin eftir að mamma flutti heim og barnsfaðir minn leyfði syni okkar ekki að fara með, sem ég skildi. Ég ákvað svo að vera lengur heima því að ég vissi að sonur minn væri í góðum höndum,“ segir hún.

Nikki, sonur Valdísar, var mjög virkur eins og mamma sín. Hann var mikill tónlistarmaður og listrænn. „Daginn fyrir fermingu fékk ég símtal frá vini hans um að sækja hann því hann var drukkinn. Eina sem hann hafði áhyggjur af var að ég myndi segja ömmu hans því hann vildi ekki valda vonbrigðum,“ segir Vigdís.

Nikki, sonur Vigdísar.

Nikki hafði fiktað við og prófað sig áfram með fíkniefni á djamminu en án vandræða á öðrum sviðum lífsins.

Hann var hræddur við að deyja

Þegar covid skall á hafði það mikil áhrif á hann, Nikki var mjög mikil félagsvera og takmarkanir voru mun meiri í Noregi en hér á Íslandi. Hann fann mikið fyrir ástandinu sem fylgdi og hann fór í fyrsta skipti að flýja líðan sína í neyslu og nota lyf.

„Ég og pabbi hans sáum mikla breytingu á honum eftir að hann byrjaði í þeirri neyslu, geðheilsan og allt annað fór niður á við,“ segir hún.

Nikki fór í meðferðir og vildi vera edrú. Hann var hræddur við að deyja og vildi fá að vera til staðar fyrir fólkið sitt.

„Það var auðvitað helvítis telegram hérna og hann féll“

Nikki kom til Íslands til að hitta nýjasta systkini sitt á haustmánuðum 2021, hann var edrú þegar hann kom og vildi skipta um umhverfi og vera með mömmu sinni og fjölskyldu.

„Það var auðvitað helvítis telegram hérna og hann féll, við tóku mánuðir af erfiðleikum en Nikki vildi á endanum fara í meðferð í Noregi, sem ég skildi vel,” segir hún.

Dagarnir fyrir brottför til Noregs voru erfiðir svo það var hálf kalt andrúmsloft á leiðinni út á flugvöll.

„Þegar hann var að fara og við kvöddumst þá knúsaði ég hann ekki og það er mín stærsta eftirsjá núna. Ef ég hefði vitað hvað myndi gerast þá hefði ég knúsað hann og aldrei sleppt honum,“ segir hún.

Valdís segir frá vikunni eftir að Nikki fór til Noregs. Hann átti afmæli sem hann fagnaði með vinum sínum, úti að borða. Nokkrum dögum síðar var Nikki látinn og veröld Vigdísar og allra hinna hrundi.

Hlustaðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýjar vendingar í Coldplay-hneykslinu: Ekkert framhjáhald og málið ósanngjarnt segir heimildarmaður

Nýjar vendingar í Coldplay-hneykslinu: Ekkert framhjáhald og málið ósanngjarnt segir heimildarmaður
Fókus
Fyrir 5 dögum

Begga mjög brugðið þegar hann heyrði að það væri einhver frammi í stofu – Varð síðan mjög vandræðalegur

Begga mjög brugðið þegar hann heyrði að það væri einhver frammi í stofu – Varð síðan mjög vandræðalegur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndband: Sjáðu hressileg tilþrif á haustmóti Lyftingasambandsins

Myndband: Sjáðu hressileg tilþrif á haustmóti Lyftingasambandsins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sif birtir mynd af nýjasta verkefni sínu frá heimili sínu í London

Sif birtir mynd af nýjasta verkefni sínu frá heimili sínu í London