fbpx
Mánudagur 29.september 2025
Fókus

Bandarísk kona segist hafa verið blekkt á Íslandi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 29. september 2025 11:20

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin bandaríska Nylah Akua er stödd á Íslandi og hefur verið dugleg að birta myndbönd frá ferðalaginu á TikTok.

Hún segir að á öðrum degi hafi hún verið blekkt og útskýrir hvernig:

„Við sáum íslenska verslun selja vetrarföt og hanskarnir kostuðu 8990 krónur. Á þeim tíma, af einhverri ástæðu, lásum við þetta sem 8,9 bandaríska dali. Ég hugsaði: „Guð minn góður, þeir eru svo ódýrir.““

Um var að ræða hanska frá merkinu Icewear.

@nylah.akua Imagine scamming yourself in Iceland 😭 but alas the day was still a 12/10 – black sand beaches, waterfall chasing, AND the northern lights!?!?! I’m that happiest girl in the world fr #icelandtravel #funnytravel #icelandadventure #nylahstravels ♬ original sound – Nylah Akua

Nylah bað afgreiðslumanninn um að klippa verðmiðann af svo hún gæti byrjað að nota þá. Á meðan vinkona hennar var að borga sína hanska kveikti Nylah á perunni.

„Þetta voru 80 dalir, ekki 8! Við svikum okkur sjálfar með því að lesa ekki verðmiðann nógu vel,“ segir hún.

„Ég gat ekki einu sinni skilað hönskunum því verðmiðinn var ekki lengur á. En við ákváðum að taka þessu bara, en það var súpa í kvöldmatinn…“

„Þú varst ekki blekkt“

Þó Nylah hafi tekið það fram síðar í myndbandinu að „blekkingin“ hafi verið henni að kenna þá voru nokkrir netverjar ósáttir við orðanotkun ferðamannsins.

„Þú varst ekki blekkt, þú varst bara illa undirbúin,“ sagði einn.

„Mér finnst ekki sanngjarnt að segja að þú hafir verið blekkt,“ sagði annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrirgaf föður sínum af öllu hjarta fyrir að hafa aldrei samband – „Við það losnaði ég við einhvern ákveðinn pakka og ég hafði aldrei áhyggjur af þessu meira“

Fyrirgaf föður sínum af öllu hjarta fyrir að hafa aldrei samband – „Við það losnaði ég við einhvern ákveðinn pakka og ég hafði aldrei áhyggjur af þessu meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ískyggileg mynd af „hefndarenglinum“ og bróður hans – Brostu til hvors annars í dómsalnum

Ískyggileg mynd af „hefndarenglinum“ og bróður hans – Brostu til hvors annars í dómsalnum
Fókus
Fyrir 5 dögum

O (Hringur) vinnur Nordisk Panorama

O (Hringur) vinnur Nordisk Panorama
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona er æfingarútína einnar þekktustu konu heims

Svona er æfingarútína einnar þekktustu konu heims