Hún segir að á öðrum degi hafi hún verið blekkt og útskýrir hvernig:
„Við sáum íslenska verslun selja vetrarföt og hanskarnir kostuðu 8990 krónur. Á þeim tíma, af einhverri ástæðu, lásum við þetta sem 8,9 bandaríska dali. Ég hugsaði: „Guð minn góður, þeir eru svo ódýrir.““
Um var að ræða hanska frá merkinu Icewear.
@nylah.akua Imagine scamming yourself in Iceland 😭 but alas the day was still a 12/10 – black sand beaches, waterfall chasing, AND the northern lights!?!?! I’m that happiest girl in the world fr #icelandtravel #funnytravel #icelandadventure #nylahstravels ♬ original sound – Nylah Akua
Nylah bað afgreiðslumanninn um að klippa verðmiðann af svo hún gæti byrjað að nota þá. Á meðan vinkona hennar var að borga sína hanska kveikti Nylah á perunni.
„Þetta voru 80 dalir, ekki 8! Við svikum okkur sjálfar með því að lesa ekki verðmiðann nógu vel,“ segir hún.
„Ég gat ekki einu sinni skilað hönskunum því verðmiðinn var ekki lengur á. En við ákváðum að taka þessu bara, en það var súpa í kvöldmatinn…“
Þó Nylah hafi tekið það fram síðar í myndbandinu að „blekkingin“ hafi verið henni að kenna þá voru nokkrir netverjar ósáttir við orðanotkun ferðamannsins.
„Þú varst ekki blekkt, þú varst bara illa undirbúin,“ sagði einn.
„Mér finnst ekki sanngjarnt að segja að þú hafir verið blekkt,“ sagði annar.