fbpx
Sunnudagur 28.september 2025
Fókus

Að opna sambandið frábært þar til hún féll fyrir öðrum manni sem kom upp um hana

Fókus
Sunnudaginn 28. september 2025 21:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á fimmtugsaldri var hamingjusöm í opnu sambandi með eiginmanni sínum en svo fór allt í skrúfuna. Hún greinir frá raunum sínum í bréfi til Dear Deidre, sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun.

Konan er 42 ára og eiginmaður hennar 45 ára. Þau hafa verið gift í 18 ár og opnuðu sambandið fyrir fimm árum.

„Það virkaði vel fyrir okkur. Við vorum hreinskilin og með skýr mörk, þetta eiginlega gerði hjónaband okkar sterkara. Ég elskaði frelsið sem fylgdi þessu.

En í fyrra kynntist ég karlmanni, fyrst var þetta bara venjulegt stefnumót en fljótlega urðum við að einhverju meira. Við byrjuðum að eyða meiri tíma saman og ég var byrjuð að efast um hjónaband mitt, sem ég hafði aldrei gert áður.

Ég meira að segja íhugaði að fara frá eiginmanni mínum, en ég vissi innst inni að ég vildi ekki kasta lífinu sem við höfðum byggt saman á glæ.

Ég loksins sleit sambandinu með manninum en hann tók því mjög illa. Hann var alveg brjálaður og til að hefna sín á mér þá sagði hann stórfjölskyldu minni að ég væri í opnu sambandi. Þeim fannst það ógeðslegt og lokuðu á mig.

Foreldrar mínir svara ekki símtölum frá mér, systkini mín neita að tala við mig og mér finnst ég svo ein. Eiginmaður minn hefur verið mjög stuðningsríkur, en mér finnst ég svo niðurlægð. Mér finnst erfitt að hugsa til þess að fjölskyldu minni líður svona gagnvart mér.“

Ráðgjafinn svarar:

„Þú ert í mjög erfiðri stöðu, ert að kljást við sambandsslit og höfnun frá fjölskyldunni.

Það er mikilvægt að minna sig á að þú og eiginmaður þinn voruð í þessu saman og þó einhverjir skilja það ekki þá þýðir það ekki að það sé rangt. Það var illa gert að fyrri elskhuga þínum að deila einkalífi þínu svona en það hefur ekkert með þitt virði að gera.

Það mun taka tíma að endurbyggja sambandið við fjölskylduna og gefðu þeim rými til að meðtaka þetta allt. Þú getur ekki neytt þau í að skilja samband ykkar, en vonandi jafna þau sig á endanum. En á meðan skaltu einbeita þér að styrkja samband ykkar eiginmannsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona er æfingarútína einnar þekktustu konu heims

Svona er æfingarútína einnar þekktustu konu heims
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndband: Sjáðu hressileg tilþrif á haustmóti Lyftingasambandsins

Myndband: Sjáðu hressileg tilþrif á haustmóti Lyftingasambandsins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Helgi var 42 ára þegar hann áttaði sig á því að einkvæni væri ekki fyrir hann

Helgi var 42 ára þegar hann áttaði sig á því að einkvæni væri ekki fyrir hann
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nadine Guðrún rýfur þögnina um hvað henni finnst um umdeildar skoðanir Snorra

Nadine Guðrún rýfur þögnina um hvað henni finnst um umdeildar skoðanir Snorra