Jason var beittur kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi sem barn af stjúpföður sínum. Hann strauk að heiman 16 ára gamall ásamt bróður sínum og bjó lengi á götunni. Hann stundaði smáglæpi til að lifa af og var kominn með ansi skrautlegan sakaferil þegar hann flutti til Alaska árið 2008. Áföllin úr æsku leituðu enn á hann og byrjaði hann að ráðast á barnaníðinga.
Það var auðvelt fyrir hann að finna barnaníðinga í Alaska enda þurfa allir menn sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot að skrá sig á sérstakan lista sem er opinber. Lesa má nánar um brot hans hér.
Jason kallaði sjálfan sig „hefndarengil“ og sagðist vera „kominn til að ná fram réttlætinu.“
Jason var dæmdur í 28 ára fangelsi, þar af 10 ár skilorðsbundin, árið 2018.
Árið 2017 ritaði hann bréf til Anchorage Daily News til að útskýra hvað vakti fyrir honum. „Ég hugsaði um mína eigin reynslu sem barn. Ég tók lögin í eigin hendur og réðst á þrjá barnaníðinga. Ef þú hefur þegar tapað æskunni, eins og ég, út af barnaníðingi – ekki rústa lífi þínu og framtíð með ofbeldi.“
Dude did a service to everyone. Shouldn’t have gone to jail.
— xFactor (@xFactorPOL) July 27, 2025
Mynd af Jason og bróður hans brosa til hvors annars í dómsalnum hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum undanfarið og hefur málið vakið athygli á ný.
Margir litu á Jason sem hetju á sínum tíma og gera enn ef marka má athugasemdirnar við myndina af bræðrunum.
„Ég skil ekki, hvað gerði hann rangt?“ sagði einn.
„Hver var glæpurinn,“ sagði annar.