Svona hefst bréf karlmanns til sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun, Sally Land, sem skrifar fyrir vinsæla dálkinn Dear Deidre.
Maðurinn hefur eytt mörg hundrað þúsund krónum síðastliðna mánuði.
„Tilfinningin að gefa allan peninginn minn og sparnaðarfé þannig ég sé alveg undir þeirra stjórn er ótrúleg. En bankareikningur minn er nánast tómur og ég veit að ef ég held þessu áfram verð ég gjaldþrota. En hvernig get ég hætt þegar þetta veitir mér svona mikla ánægju?“
Maðurinn er 35 ára og einhleypur, hann er í góðu starfi og gengur almennt vel.
„Ég komst að því nýlega að þetta blæti kallast findom, sem er stytting á financial domination. Ég hélt að ég væri sá eini sem fengi eitthvað kynferðislegt út úr því að gefa peningana mína.“
Maðurinn segir að það sé fantasía hjá honum að kona tæmi bankareikninga hans þar til hann eigi ekkert eftir. Hann finnur konur á netinu sem eru tilbúnar að taka þátt í blætinu.
„Það er tilfinningin að vera niðurlægður sem er svo spennandi. En ég er farinn að hafa áhyggjur af framtíðinni, þetta er farið að hafa áhrif á líf mitt. Ég hef ekki efni á því að fara í frí og get ekki keypt mér nýjan bíl.“
Ráðgjafinn svarar:
„Þetta er ekki skaðlaust blæti. Þó þetta sé kynferðislegt að einhverju leyti þá tengist þetta frekar sjálfskaðahegðun, leið til að loka á neikvæðar tilfinningar. Og eins og með spilafíkn þá geturðu tapað öllu ef þú heldur þessu áfram. Þú þarft að fá faglega aðstoð og komast til botns í af hverju þú gerir þetta, hvað liggur þar að baki. Kannski eitthvað úr fortíðinni, jafnvel barnæsku.“