fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
Fókus

Guðrún og Árni ræða um skömmina í kringum pegging – „Eitthvað þarna sem karlmönnum finnst spennandi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 25. september 2025 10:56

Árni og Guðrún hafa verið saman í fimmtán ár, þar af gift í tíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignasalinn og vaxtaræktarkappinn Árni Björn Kristjánsson og eiginkona hans, Guðrún Ósk Maríasdóttir, matvælafræðingur og næringarþjálfari, ræða um þeirra reynslu af pegging og skömmina sem er oft í kringum athæfið.

„Pegging“ er þegar kona notar gervilim í endaþarm karlkyns maka, þá gjarnan notað svokallað „strap-on“ þar sem hún „klæðist“ gervilimnum. Það er oft mikið feimnismál meðal karlmanna að ræða þessa hluti en umræðan virðist hafa aukist undanfarin ár.

Guðrún og Árni eru vön að tala um málefni sem mörgum þykir tabú, enda halda þau úti hlaðvarpinu Taboo þar sem þau hafa rætt hreinskilið og hispurslaust um kynlíf, opin sambönd, nekt og fleira.

Í nýjasta þættinum um pegging ræða hjónin um þeirra upplifun af athæfinu, fyrstu skrefin og ráð fyrir fólk sem vill prófa það sama. Þau ræða einnig einlæg um skömmina sem gjarnan fylgir.

„Af hverju er skömm í kringum þetta?“

„Ég held að þetta tengist karlmennskunni og að líða þá eins og maður sé samkynhneigður eða eitthvað,“ segir Guðrún og heldur áfram:

„Ég held að það sé þetta tvennt, en kannski líka eitthvað með father wound, að ekki leyfa öðrum að sjá um sig, halda sér, og þetta surrender sem margir eiga kannski erfitt með. Sumum finnst þetta kannski ennþá erfiðara gagnvart makanum sínum, sem þeir eiga að vera kletturinn fyrir.“

Árni tekur undir og kemur með sína kenningu um málið. „Mér finnst þetta svo áhugavert. Nú hef ég ekkert fyrir mér, en ég held að mjög mörgum karlmönnum finnst anal play spennandi, á konum. Og þeim finnst spennandi að stunda það og spennandi tilhugsun,“ segir hann og heldur áfram:

„Ég þori örugglega að veðja að vinsælasta leitarorðið á mörgum klámsíðum sé anal play. Þannig það er eitthvað þarna sem karlmönnum finnst spennandi en þeir eru ekki tilbúnir til að opna á það hjá sjálfum sér. Af því að þetta er bara fokking gott, ef maður gerir þetta rétt. Þannig ég segi bara við stráka sem eru eitthvað smeykir við þetta að bara prófa.“

Sjá einnig: Árni og Guðrún: „Við byrjuðum svolítið á þessu því okkur langaði að fara í threesome“

Árni og Guðrún. Mynd/Karin Bergmann

Árni og Guðrún hvetja pör til að ræða opinskátt um þessi mál. „Þetta er enn eitt erfiða samtalið sem fólk þarf að eiga sér stað,“ segir Árni. „Annars gerist þetta aldrei.“

„Ég held að fólk hafi oft ranga hugmynd um þetta, að þetta sé eitthvað kinkí, skítugt og ógeðslegt. En fyrir okkur snýst þetta um traust, berskjöldun, að gefa eftir,“ segir Árni. Hjónin ræða nánar um málið í þættinum sem þú getur hlustað á hér.

Árni og Guðrún hafa verið saman í fimmtán ár, þar af gift í tíu, og eiga þrjú börn saman. Árni var gestur í Fókus, viðtalsþætti DV, þar sem hann ræddi um ákvörðun þeirra hjóna að opna sambandið.

Sjá einnig: Árni og Guðrún setja ekki merkimiða á sambandsformið – „Opin fyrir náttúrulegum tengingum ef þær koma“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Helgi var 42 ára þegar hann áttaði sig á því að einkvæni væri ekki fyrir hann

Helgi var 42 ára þegar hann áttaði sig á því að einkvæni væri ekki fyrir hann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nadine Guðrún rýfur þögnina um hvað henni finnst um umdeildar skoðanir Snorra

Nadine Guðrún rýfur þögnina um hvað henni finnst um umdeildar skoðanir Snorra
Fókus
Fyrir 2 dögum

LXS-skvísurnar ferðuðust með stæl á tónleikana með Birni – „Erfitt að fara í venjulegan bíl eftir þetta“

LXS-skvísurnar ferðuðust með stæl á tónleikana með Birni – „Erfitt að fara í venjulegan bíl eftir þetta“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segist hrifnastur af þessu í fari Íslendinga – „Það er ekkert kjaftæði“

Segist hrifnastur af þessu í fari Íslendinga – „Það er ekkert kjaftæði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tom Holland fluttur á sjúkrahús eftir ljótt slys

Tom Holland fluttur á sjúkrahús eftir ljótt slys
Fókus
Fyrir 3 dögum

Faðir Hailey Bieber tjáir sig um hana eftir áralanga þögn – Er stirt á milli þeirra?

Faðir Hailey Bieber tjáir sig um hana eftir áralanga þögn – Er stirt á milli þeirra?