Melissa segir frá atviki þar sem henni brá heldur í brún, en það var í sturtuklefa á Vík á Mýrdal.
Þetta var þegar þau voru nýlent frá Seattle og keyrðu beint á Vík. Þau gistu á tjaldsvæðinu og ákváðu að nýta sér sturtuaðstöðuna.
„Ég bjóst við því að það yrðu lokaðir sturtuklefar en kvennaklefinn var einn stór sturtuklefi og þegar þú opnaðir hurðina þá sástu inn í sturturnar. Ég labbaði inn og sá fullt af nöktum konum! Sem er alveg í lagi, ég æfði sund þegar ég var yngri, þannig ég er nokkuð vön þessu en það er langt síðan,“ segir Melissa.
„Ég hélt hurðinni opinni örugglega aðeins of lengi, því ég var frekar hissa. Og síðan fór ég í sturtu, því ég þurfti á því að halda og var búin að borga fyrir það.“
„Ég þarf að muna að við erum í Evrópu og menningin hérna er aðeins öðruvísi en í Bandaríkjunum,“ segir hún í myndbandinu sem má horfa á hér.