„Mér finnst þetta sérstaklega mikilvægt núna á miðjum aldri, og ég legg meiri áherslu á þetta eftir því sem ég eldist. Ég fer ekki í ræktina til að brenna kaloríum eða grenna mig, eins og maður gerði áður fyrr,“ segir hún í myndbandi á samfélagsmiðlum.
„Mitt aðalmarkmið er að styrkja mig og byggja upp vöðvamassa.“
Linda lyftir lóðum sirka fjórum sinnum í vikum og gengur flesta daga vikunnar. „Það er algjör undantekning ef ég geri það ekki. Oft á tíðum, þegar ég fer út að ganga, þá er ég með þyngdarvestið mitt.“
View this post on Instagram