fbpx
Miðvikudagur 24.september 2025
Fókus

Grófur brandari frá Dominos vekur athygli: „Var engum sem datt í hug: „Hmm, kannski ekki sniðug hugmynd?“

Fókus
Miðvikudaginn 24. september 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem Dominos á Íslandi birti á TikTok á mánudaginn hefur vakið nokkra athygli. Uppistandarinn Þórhallur Þórhallsson veltir fyrir sér hvers vegna engum datt í hug að stöðva þetta myndband í ljósi þess að um matsölustað er um að ræða.

Myndbandinu er klárlega ætlað að vera fyndið en þar má sjá starfsmann Dominos standa spenntan yfir nýbakaðri pitsu þegar annar starfsmaður kemur að og af myndbandinu má ráða að hann hafi stungið einum fingri í pitsuna sjálfa en öðrum fingri í afturenda hins starfsmannsins.

Uppfært: Dominos Ísland hefur nú eytt umræddu myndbandi af TikTok. 

 

@dominos_iceland Juicy🤤 #dominosiceland ♬ original sound – Domino’s á Íslandi

Í athugasemdum við myndbandið bregðast nokkrir við með myndrænum hætti til að lýsa yfir ofboði. Uppistandarinn Þórhallur Þórhallsson birti sjálfur myndband á Instagram þar sem hann bendir á að mögulega sé svona brandari ekki viðeigandi fyrir skyndibitastað.

„Var enginn, ekki sá sem var á símanum eða þeir sem voru að leika í sketsinum, þeir sem voru í kring að vinna þarna eða þeir sem sjá um markaðsmálin, bara einhver, var engum sem datt í hug: „Hmm, kannski ekki sniðug hugmynd, þar sem við erum með vöru sem tengist mat, að tengja hana núna við rassapot?“ Eða þúst, ég veit það ekki. Dominos, nennið þið plís að kaupa hanska handa þessum gaur. Plís, kaupið hanska og látið hann bara svara í símann eða eitthvað, ekki gera pitsur.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Ruza: „Við mamma höfum alltaf átt mjög fallegt samband“

Eva Ruza: „Við mamma höfum alltaf átt mjög fallegt samband“
Fókus
Í gær

Tónlistarveisla til styrktar Píeta samtökunum

Tónlistarveisla til styrktar Píeta samtökunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

LXS-skvísurnar ferðuðust með stæl á tónleikana með Birni – „Erfitt að fara í venjulegan bíl eftir þetta“

LXS-skvísurnar ferðuðust með stæl á tónleikana með Birni – „Erfitt að fara í venjulegan bíl eftir þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist hrifnastur af þessu í fari Íslendinga – „Það er ekkert kjaftæði“

Segist hrifnastur af þessu í fari Íslendinga – „Það er ekkert kjaftæði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Friends- stjarna selur íbúð á Manhattan

Friends- stjarna selur íbúð á Manhattan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur tjáir sig um orðræðuna um konur – „Eins og kona á að vera“

Ragnhildur tjáir sig um orðræðuna um konur – „Eins og kona á að vera“