Dansarinn Jenna Johnson hefur getið sér gott orð í þáttunum Dancing With The Stars og hefur unnið keppnina tvisvar.
En þessi þáttaröð er að reynast henni erfið, henni finnst „mjög erfitt“ að vinna með dansfélaga sínum, leikaranum Corey Feldman.
Mágur Jennu, Maksim Chmerkovskiy, greindi frá þessu í viðtali við Daily Mail.
„Augljóslega hefur þetta verið ágætis brekka með Corey […] en þetta er komið á þann stað að þetta allt saman er mjög erfitt fyrir hana.“
Aðspurður hvað sé svona erfitt við samstarfið sagði Maksim það ekki vera aldurinn, en Jenna er 31 árs og Corey er 54 ára, heldur skortur á danshæfileikum og vinnusemi.
Hann sagði leikarann eiga erfitt með að læra dansrútínur og að allt ferlið væri honum framandi og langt út fyrir þægindarammann.
Eiginmaður Jennu, Val Chmerkovskiy, er einnig dansari í þáttunum og er hann sagður einnig óánægður með sinn dansfélaga, sem er samfélagsmiðlastjarnan Alix Earle.