Leikarinn talar sjaldan um dóttur sína en opnaði sig aðeins um hana í hlaðvarpsþættinum MisSPELLING með Tori Spelling.
„Ég tala aldrei um hana, en dóttur minni hefur tekist hið ómögulega, svona tæknileg séð,“ segir hann.
Hann á þá við velgengni fyrirtækis hennar, Rhode, en Hailey seldi snyrtivörumerkið til fyrirtækisins e.l.f Beauty í sumar fyrir 800 milljónir Bandaríkjadala. Hún mun samt halda áfram að gegna lykilhlutverki hjá Rhode.
Stephen á Hailey með eiginkonu sinni, Kennya Baldwin. Þau eiga einnig Alaia Baldwin sem er 32 ára gömul, Hailey er 28 ára.
Það kom mörgum á óvart að Stephen hafi tjáð sig um dóttur sína, en fyrir ári síðan gaf Hailey það sterklega í skyn að það væri stirt á milli þeirra.
„Ég er ekki mjög náin fjölskyldu minni núna því ég er mjög sjálfstæð, ég er eigin persóna og hef skapað eigin fjölskyldu,“ sagði hún við tímaritið W í júlí í fyrra.