Pistlar Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðings, betur þekkt sem Ragga nagli, sem skrifaðir eru á mannamáli njóta mikilla vinsælda á Facebook-síðu hennar. Í þeim nýjasta fjallar Ragga um breytingaskeið kvenna og orðræðuna um konur.
„Fyrr má nú vera pirringurinn!!
Er breytingaskeiðið alveg að fara með þig?
Ertu á túr?
Rétt upp hönd sem hefur heyrt þessar spurningar af vörum náungans þegar kona sýnir tilfinningar sem ekki eru Pollýanna valhoppandi í Múmíndal.
Hún hlýtur að vera með Always bleðil í klofinu.
Eða að maka á sig estrógeli á morgnana.
Þess vegna sé hún ekki valhoppandi brosandi út að eyrum í gegnum daginn.
„Eins og kona á að vera.“
Ragga nefnir að þegar kona skiptir skapi sé það samfélagslega samþykkt að það hlýtur að vera hormónatengt.
„Hún getur ekki „dílað við lífið.“
Að kona sé fórnarlamb hormónaflæðis sem hún ræður ekkert við.
Hafi ekki stjórn á skapi sínu og geti ekki brugðist við tilfinningum á uppbyggilegan hátt.“
Ragga segir hormóna vissulega hafa áhrif á tilfinningar okkar, en fullt af öðru hefur áhrif á skap okkar.
„-Grátandi börn sem vilja ekki fara að sofa
-Passa barnabörnin sem þurfa athygli allan daginn
-Enginn tími fyrir sjálfsrækt
-Mörg verkefni á skilafresti
-Streita í vinnu
-Spenna í samskiptum.
– Langt frá síðustu máltíð
– Milljón verkefni á heimilinu
-Eða hreinlega vaknaði skökk og krumpuð
Tungumálið sem var notað hér á árum áður var að kona væri móðursjúk ef hún var döpur, leið, pirruð.
Hysterísk var læknisfræðileg greining um konu sem hafði ekki stjórn á tilfinningum sínum.
Dregið af gríska orðinu „hystera“ sem þýðir leg.
Egyptarnir töldu að pirruð, frústreruð og reið kona væri örugglega með flakkandi leg og þess vegna hefði hún enga stjórn á sjálfri sér.“
Ragga segir okkur í öllum bænum að reyna að útrýma þessu endemis kjaftæði um að kona sem skiptir skapi sé að sýna afbrigðilega hegðun.
„Mismunandi tilfinningar er merki um að vera mannlegur.
Að kona sem setur mörk sé í hormónafússi.
Að kona sem stendur með sjálfri sér sé „erfið“.
Að kona sem verður reið sé dramadrottning.
Þessi orðræða strippar konur sjálfstæði sínu.
Gerir þær að viljalausu verkfæri hormónaflæðis.
Að þær hafi enga tilfinningastjórn.
Kommonn fólk…. við erum komin lengra en Egyptarnir og papýrusrúllurnar þeirra.Hvaða önnur orðræða pirrar þig varðandi konur?“