Kim Kardashian er spennt yfir forsíðu franska Vogue.
„Fyrsta franska forsíða Vogue þar sem ég klæðist bara í Cartier!!!!!!!!! Ég mun aldrei venjast þessu!“ skrifar hún í hástöfum á Instagram. Segist hún hafa verið með „bucket list“ yfir tímarit sem hana langaði að vera í og franska Vogue hafi alla tíð verið á þeim lista.
Myndin er svart-hvít og sýnir Kardashian liggjandi undir sæng á glæsilegu, hvítu rúmi, klædd í ekkert nema glitrandi demantskartgripi frá Cartier.
View this post on Instagram
Page Six rifjar upp umtalað rán í París fyrir nærri áratug þegar þjófar stálu skartgripum Kardashian að verðmæti meira en 10 milljóna dala, þar á meðal demants-trúlofunarhring að verðmæti 4 milljóna dala frá þáverandi eiginmanni hennar Kanye West.
Í maí var greint frá því að hún hefði keypt nýjan demantshring með tryggingafénu sem hún fékk eftir ránið. Hann er 22 karöt, eða tveimur karötum stærri en sá sem stolið var.