fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fókus

„Ljósabekkir valda nú fleiri húðkrabbameinum en sígarettur valda lungnakrabbameinum“

Fókus
Þriðjudaginn 2. september 2025 09:30

Jenna Huld Eysteinsdóttir og Ragna Hlín Þorleifsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húðlæknar kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við notkun ljósabekkja með banni eða lýðheilsuskatti.

Ragna Hlín Þorleifsdóttir og Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknar á Húðlæknastöðinni og Húðvaktinni, skrifa um málið í Morgunblaðinu í dag.

„Notkun ljósabekkja hefur aukist á Íslandi, einkum meðal ungmenna. Þrátt fyrir skýrt lagabann við notkun þeirra hjá börnum undir 18 ára vitum við að sumir rekstraraðilar hunsa lögin,“ segja þær og bæta við að: „Samfélagsmiðlar ýta enn fremur undir hugmyndir um hina „fullkomnu“ sólbrúnku og margir unglingar keppast um að ná sem mestu „tanfari“. Þetta er verulegt áhyggjuefni því staðreyndin er að ljósabekkir eru krabbameinsvaldandi.“

Ragna og Jenna benda á að ljósabekkir séu skaðlegri en sólbað. „Eng­in ljós eru ör­ugg, hver ljósa­tími veld­ur erfðaskemmd­um sem safn­ast upp yfir líf­ald­ur­inn og börn og ung­menni eru sér­stak­lega viðkvæm þar sem húð þeirra er þynnri og mót­tæki­legri. Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in (WHO) flokkaði ljósa­bekki sem krabba­meinsvald­andi árið 2009, í sama flokk og síga­rett­ur, og síðan þá hafa bæði krabba­meins­fé­lög og húðlækna­sam­tök um all­an heim end­ur­tekið varað við notk­un þeirra.“

Mynd/Getty Images

Húðkrabbamein eru meðal algengustu krabbameina heims.

„Sortuæxli (melanoma) eru sú teg­und sem veld­ur flest­um dauðsföll­um og ný­gengi þeirra hef­ur farið vax­andi víða á und­an­förn­um ára­tug­um. Þó ný­gengið sé enn lágt á Íslandi (3% allra krabba­meina), er þetta al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur með háa dán­artíðni miðað við önn­ur húðkrabba­mein. Meira en 80% allra húðkrabba­meina má rekja til út­fjólu­blárr­ar geisl­un­ar (sól­in eða ljósa­bekk­ir) og fjöldi rann­sókna hef­ur sýnt fram á skýr tengsl við ljósa­bekkja­notk­un, sér­stak­lega ef hún hefst fyr­ir 35 ára ald­ur, en þá aukast lík­ur á sortuæxli veru­lega. Ljósa­bekk­ir valda nú fleiri húðkrabba­mein­um en síga­rett­ur valda lungnakrabba­mein­um.“

Mynd/Getty Images

Ragna og Jenna segja að það sé kominn tími til að banna notkun ljósabekkja á Íslandi. „Marg­ar þjóðir hafa þegar bannað ljósa­bekki, þar á meðal Ástr­al­ía, Bras­il­ía og Íran. Banda­rík­in hafa lagt sér­stak­an 10% skatt á ljósa­bekkja­tíma og í Wales er rætt um svo­kallaðan „tan-skatt“ til að fjár­magna for­varn­ir gegn húðkrabba­mein­um.“

„Reynsl­an af tób­aks- og áfeng­is­skött­um sýn­ir að verðhækk­un dreg­ur úr notk­un og sama ætti að gilda um ljósa­bekki. Ef ís­lensk stjórn­völd treysta sér ekki til að stíga skrefið til fulls með al­gjöru banni, er næsta skyn­sam­lega skref að leggja sér­tæk­an lýðheilsu­skatt á þessa starf­semi og banna jafn­framt aug­lýs­ing­ar, líkt og nú þegar gild­ir um áfengi og tób­ak. Slíkt gæti fjár­magnað fræðslu­her­ferðir, eft­ir­lit og stuðning við þá sem grein­ast með húðkrabba­mein.“

Þær segja að ljósabekkir séu tímaskekkja. „Sönn­un­ar­gögn­in um skaðsemi þeirra eru ótví­ræð og kostnaður heil­brigðis­kerf­is­ins vex stöðugt vegna meðferðar húðkrabba­meina. Kom­inn er tími til að við stönd­um vörð um heilsu framtíðarkyn­slóða – annaðhvort með al­gjöru banni eða með skatt­lagn­ingu sem trygg­ir að hætt­an kosti það sem hún raun­veru­lega kost­ar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gordon Ramsay fékk krabbamein

Gordon Ramsay fékk krabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafdís opnar sig um vinkonumissinn: „Ég var í bullandi afneitun“

Hafdís opnar sig um vinkonumissinn: „Ég var í bullandi afneitun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Steindór segir að það sé byrjaður alvarlegur faraldur – „Ein fallegasta sál sem ég hef kynnst“

Steindór segir að það sé byrjaður alvarlegur faraldur – „Ein fallegasta sál sem ég hef kynnst“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjón á sjötugsaldri ákváðu að opna hjónabandið – Endaði með ósköpum

Hjón á sjötugsaldri ákváðu að opna hjónabandið – Endaði með ósköpum