„Ég var svo heppin að fá þennan magnaða tengdason inn í fjölskylduna fyrir nokkrum mánuðum. Hann er sterkur, ákveðinn, með hjarta úr gulli – og sér ótrúlega vel um litlu prinsessuna mína,“ segir hún. Norbert er uppalinn á Íslandi og býr hér.
„Mér þykir vænt um að tilkynna að hann hefur nú verið valinn í pólska landsliðið í kickboxi og mun keppa á WTKA Unified World Championships 2025 í Toskana, Ítalíu í október.“
Ásdís Rán og Victoria verða auðvitað á staðnum til að styðja hann alla leið.
„Til hamingju, Norbert – við erum ótrúlega stolt af þér og þínum dugnaði!“ segir Ásdís og birtir nokkrar skemmtilegar myndir af kickbox-kappanum og unga parinu.