fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fókus

Allt eldra fólkið gaf þeim sama heilræðið í brúðkaupinu

Fókus
Þriðjudaginn 2. september 2025 06:30

Hjónin á brúðkaupsdaginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Mark Manson hefur verið giftur eiginkonu sinni Fernanda Neute í tæpan áratug. Þegar þau gengu í það heilaga heyrðu þau sama ráðið aftur og aftur.

Manson, sem skrifaði meðal annars vinsælu bókina The Subtle Art of Not Giving a F*ck segir frá þessu í hlaðvarpsþætti Chris Williamson.

„Allt eldra fólkið gaf nákvæmlega sama ráðið,  hjón sem hafa verið saman í 40, 50 og 60 ár, sem er: Settu vináttuna í forgang,“ sagði Manson.

Hann útskýrði nánar:

„Þau sögðu öll: Þú ert giftur núna, það verða góð ár og slæm ár. Það verða rómantísk tímabil og tímabil þar sem er engin rómantík, stundum verður erfitt og stundum ekki. En settu vináttuna í forgang, því það kemur þér í gegnum þetta allt saman. Allt annað kemur og fer, þar á meðal þolinmæðin. En ef þið eruð ekki vinir þá áttu ekki eftir að hafa þolinmæðina til að bíða.“

@chriswillxHow To Have A Successful Marriage 19 Raw Lessons To Not Mess Up Your Life – Mark Manson (4K)

♬ original sound – Chris Williamson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gordon Ramsay fékk krabbamein

Gordon Ramsay fékk krabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafdís opnar sig um vinkonumissinn: „Ég var í bullandi afneitun“

Hafdís opnar sig um vinkonumissinn: „Ég var í bullandi afneitun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Steindór segir að það sé byrjaður alvarlegur faraldur – „Ein fallegasta sál sem ég hef kynnst“

Steindór segir að það sé byrjaður alvarlegur faraldur – „Ein fallegasta sál sem ég hef kynnst“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjón á sjötugsaldri ákváðu að opna hjónabandið – Endaði með ósköpum

Hjón á sjötugsaldri ákváðu að opna hjónabandið – Endaði með ósköpum