Emma veitir innsýn í líf sitt og samband með leikaranum í bókinni The Unexpected Journey: Finding Hope and Purpose on the Caregiving Path.
Hún opnar sig um erfitt tímabil áður en hann fékk greiningu í nóvember 2022. Á einum tímapunkti var hún alvarlega að íhuga skilnað. Þau giftust árið 2009.
„Mér leið eins og hjónabandið stæði á brauðfótum,“ sagði hún.
Hún sagði að Bruce hafi verið að hegða sér allt öðruvísi en vanalega. Það hafi látið hana hugsa: „Hvað er í gangi? Þetta er ekki maðurinn sem ég giftist.“
Bruce Willis var síðan greindur með framheilabilun (e. frontotemporal dementia, FTD) sem er sjaldgæft form heilabilunar.
Sjá einnig: Kemur núverandi eiginkonu fyrrverandi eiginmannsins til varnar
Hjónaband þeirra í dag er allt öðruvísi, en hún segir að dýnamíkin hafi breyst mikið við veikindin en þau séu enn mjög tengd.
Þau eiga saman dæturnar Mabel, 13 ára, og Evelyn, 11 ára.