fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fókus

Voru Pamela Anderson og Liam Neeson að plata?

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 1. september 2025 14:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikararnir Pamela Anderson og Liam Neeson eru bara vinir, þrátt fyrir endalausar fréttir um annað síðastliðna mánuði.

Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að sambandið hafi verið sett á svið til að vekja áhuga og auka sölu á kvikmyndina The Naked Gun.

„Það myndaðist tenging á milli þeirra þegar þau hittust fyrst en það varð aldrei að sambandi,“ segir heimildarmaður Page Six.

Sagt er að þau séu mjög góðir vinir en ekkert meira en það.

Sjá einnig: Svona fann Pamela Anderson leiðina að hjarta mótleikara síns

Hvorki Liam né Pamela hafa tjáð sig um málið en heimildarmaður People þvertók fyrir að þau myndu nokkurn tíma taka þátt í svona fjölmiðlaleikriti og að hegðun þeirra hafi verið einlæg og alvöru.

Þannig nú bíða aðdáendur eftir að leikararnir tjái sig og staðfesti annaðhvort að þau séu saman eða að þeim hafi tekist að plata alla upp úr skónum.

Sjá einnig: Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gordon Ramsay fékk krabbamein

Gordon Ramsay fékk krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafdís opnar sig um vinkonumissinn: „Ég var í bullandi afneitun“

Hafdís opnar sig um vinkonumissinn: „Ég var í bullandi afneitun“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Rithöfundur og prófessor selja fallegt einbýlishús á þremur hæðum

Rithöfundur og prófessor selja fallegt einbýlishús á þremur hæðum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Leikari óþekkjanlegur á nýrri mynd – „Þetta var óvænt“

Leikari óþekkjanlegur á nýrri mynd – „Þetta var óvænt“