fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fókus

Svona leit hann út áður en hann fjarlægði húðflúrin – Sláandi munur

Fókus
Mánudaginn 1. september 2025 10:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar mest lét voru 95 prósent af líkama Brasilíumannsins Leandro de Souza þakin húðflúrum. Leandro var aðeins 13 ára þegar hann fékk sér sitt fyrsta húðflúr og bættust nokkur hundruð við með tímanum.

Á undanförnum árum hefur Leandro, sem er 36 ára, unnið að því að fjarlægja húðflúrin úr andliti sínu og má segja að munurinn sé sláandi.

LAD Bible greinir frá því að Leandro hafi ákveðið að fjarlægja húðflúrin af trúarlegum ástæðum.

Í viðtali við fréttamiðilinn G1 segir Leandro að hann hefði glímt við fíkn eftir að hann skildi við eiginkonu sína. Eftir að hann kynntist evangelísku starfi í athvarfi ákvað hann að umbreyta bæði lífi sínu og útliti.

„Ég gat ekki lengur þolað lífið sem ég lifði,“ sagði hann meðal annars og bætti við að fólk hafi horft á hann á förnum vegi eins og hann væri sirkusdýr. Í dag liði honum eins og hann hafi fengið „virðinguna“ til baka.

Hann er nú laus við fíkniefni og áfengi kveðst vinna að því þessa dagana að fá vinnu til að geta greitt meðlag fyrir barnið sitt og til að annast móður sína. Hann hvetur fólk til að hugsa sig vel um áður en það fær sér húðflúr í andlitið.

„Hugsið ykkur vel um áður en þið fáið ykkur andlitsflúr, því ég sé eftir því,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjón á sjötugsaldri ákváðu að opna hjónabandið – Endaði með ósköpum

Hjón á sjötugsaldri ákváðu að opna hjónabandið – Endaði með ósköpum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjartalæknir: Þessi einfalda æfing getur bjargað lífi þínu

Hjartalæknir: Þessi einfalda æfing getur bjargað lífi þínu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vill að næsti eiginmaður glími við getuleysi

Vill að næsti eiginmaður glími við getuleysi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma
Fókus
Fyrir 6 dögum

Einstök eign sem tekur þig aftur í tímann – Sjáðu myndirnar

Einstök eign sem tekur þig aftur í tímann – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum