Á undanförnum árum hefur Leandro, sem er 36 ára, unnið að því að fjarlægja húðflúrin úr andliti sínu og má segja að munurinn sé sláandi.
LAD Bible greinir frá því að Leandro hafi ákveðið að fjarlægja húðflúrin af trúarlegum ástæðum.
Í viðtali við fréttamiðilinn G1 segir Leandro að hann hefði glímt við fíkn eftir að hann skildi við eiginkonu sína. Eftir að hann kynntist evangelísku starfi í athvarfi ákvað hann að umbreyta bæði lífi sínu og útliti.
„Ég gat ekki lengur þolað lífið sem ég lifði,“ sagði hann meðal annars og bætti við að fólk hafi horft á hann á förnum vegi eins og hann væri sirkusdýr. Í dag liði honum eins og hann hafi fengið „virðinguna“ til baka.
Hann er nú laus við fíkniefni og áfengi kveðst vinna að því þessa dagana að fá vinnu til að geta greitt meðlag fyrir barnið sitt og til að annast móður sína. Hann hvetur fólk til að hugsa sig vel um áður en það fær sér húðflúr í andlitið.
„Hugsið ykkur vel um áður en þið fáið ykkur andlitsflúr, því ég sé eftir því,“ segir hann.