fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fókus

Söguleg skáldsaga: Halla fæddi barn í blindbyl á leið yfir Oddsskarðið

Fókus
Mánudaginn 1. september 2025 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skáldsagan Saklaust blóð í snjó eftir Ásgeir Hvítaskáld er komin út. Bókin er byggð á sönnum  atburðum er áttu sér stað árið 1726 á Reyðarfirði, þar sem ung stúlka – misnotuð og útskúfuð – neyddist til að fæða barn ein síns liðs í blindbyl á leið yfir Oddsskarðið.

Í fréttatilkynningu frá útgáfunni Frjálst orð segir um verkið:

„Hún gekk alein yfir fjallið með barnið í fanginu og blóðið rann í snjóbreiðuna.

Saklaust blóð í snjó eftir Ásgeir Hvítaskáld er komin út. Söguleg skáldsaga sem gerist árið 1726 á Austurlandi, Kaupmannahöfn og á ísköldu Atlantshafinu.

Halla og sonur prestsins felldu hugi saman, presturinn var á móti því og sendi drenginn til Kaupmannahafnar í guðfræðinám, en strákurinn tók sér far heim til Íslands á gömlum kútter um hávetur þegar allra veðra var von. Skáldsagan byggir á sönnum og átakanlegum atburðum. Þetta er saga um forboðna ást, misnotkun á konum og valdníðslu embættismanna. Presturinn í þessari sögu er ekki hið góða afl.

Þetta er harðgerð, myndræn og áhrifamikil saga sem vekur spurningar. Ásgeir Hvítaskáld notar dramatískan frásagnarstíl með sterku myndmáli til að færa þessa harmsögu fram í dagsljósið.

Hér eru lifandi lýsingar á lífinu í sveitinni og hvernig fólk komst af á fátækum sveitabæjum á átjándu öld og varpar ljósi á hvernig saga kvenna var þögguð og hvernig samfélagið tók á ofbeldi, kynferðislegri misnotkun og hvers vegna ákveðnir atburðir voru látnir gleymast.

Halla fékk ekki gistingu á Högnastöðum og þurfti því að ganga ein yfir Oddskarðið um miðja nótt gegnum snjóstorm kasólétt. Meðan kærastinn barðist fyrir lífi sínu um borð í hriplekum kútter með brjáluðum skipstjóra, til að hitta stúlkuna sem hann elskaði.

Gleymd saga íslenskrar stúlku er vakin til lífs; saga um misnotkun, þöggun og gleymdar raddir kvenna. Þetta er ekki þjóðsaga – þetta er saga úr okkar eigin sögu.

Fáanleg í helstu bókabúðum eða beint frá höfundi; hvitaskald@simnet.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gordon Ramsay fékk krabbamein

Gordon Ramsay fékk krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafdís opnar sig um vinkonumissinn: „Ég var í bullandi afneitun“

Hafdís opnar sig um vinkonumissinn: „Ég var í bullandi afneitun“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Rithöfundur og prófessor selja fallegt einbýlishús á þremur hæðum

Rithöfundur og prófessor selja fallegt einbýlishús á þremur hæðum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Leikari óþekkjanlegur á nýrri mynd – „Þetta var óvænt“

Leikari óþekkjanlegur á nýrri mynd – „Þetta var óvænt“