fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fókus

Gummi Emil minnist Bríetar Irmu – „Ein yndislegasta manneskja sem ég hef hitt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 1. september 2025 09:49

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn Guðmundur Emil Jóhannsson minnist vinkonu sinnar, Bríetar Irmu Ómarsdóttur, sem lést 24. ágúst síðastliðinn.

Sjá einnig: Bríet Irma lést 24 ára að aldri: „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Guðmundur, eða Gummi eins og hann er kallaður, birti einlæga færslu á Instagram í gær. Þar útskýrði hann af hverju hann hljóp maraþon berfættur, tvær helgar í röð.

„Mér finnst gaman að gera eitthvað erfitt, vera í baráttu,“ sagði hann og hélt áfram.

„En aðallega gerði ég þetta til að sýna ykkur hvað mannslíkaminn er sterkur, við erum öll börn Guðs, styrkurinn kemur frá honum, við erum mun öflugri verur en við gerum okkur grein fyrir. Svo er ég þakklátur að við söfnuðum 300 þúsund saman til styrktar Barnaspítalasjóð Hringsins.“

Gummi segir að margir misskilja hann og hans boðskap. „Fyrst og fremst er ég mættur hér á þessa jörð til að þjóna og hjálpa, og ef einhver biður mig um eitthvað geri ég mitt allra besta við að hjálpa til. Mig langar að minna ykkur á að Jesú Kristur er inni í ykkur og ást er eina tilfinningin, allt annað er blekking.“

Gummi hélt einlægur áfram:

„Ég reyndar grét nóg í dag en vinkona mín Bríet Irma lést í vikunni, ein yndislegasta manneskja sem ég hef hitt, blessuð sé minning hennar.

1 ár síðan einn af mínum bestu vinum dó, Ómar Hrafn – án hans hefði ég aldrei orðið svona sterkur – hann hjálpaði mér að brjóta múra í hausnum – self limitations.

Ég hef sjálfur gengið í gegnum dimma dali og lífið er ekki alltaf dans á rósum – en það mikilvægasta sem við höfum er fjölskylda og góðir vinir – það er svo mikilvægt að tjá sig, tala um tilfinningar og segja frá hugsunum og skrifa, syngja, hugleiða.

Maður festist svo oft í hugsunum og heldur að maður sér sínar hugsanir og svo dæmir maður sig og sparkar í sig liggjandi – við erum okkar verstu óvinir, við erum ekki hugsanir okkar, við erum andar, sálir, vitund, guðir.

Þakklátur fyrir ykkur öll, takk fyrir að vera til. Þú ert mikilvægur einstaklingur.

Hver dagur er lífsgjöf.

Ég hef mikið verk að vinna. Takk fyrir mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingi Þór hlúði að slösuðum: „Sá margt sem var erfitt í mörg ár á eftir“

Ingi Þór hlúði að slösuðum: „Sá margt sem var erfitt í mörg ár á eftir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur konungsfjölskyldunnar kætast – Karl og Harry ætla að hittast í fyrsta sinn í tæp tvö ár

Aðdáendur konungsfjölskyldunnar kætast – Karl og Harry ætla að hittast í fyrsta sinn í tæp tvö ár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjartalæknir: Þessi einfalda æfing getur bjargað lífi þínu

Hjartalæknir: Þessi einfalda æfing getur bjargað lífi þínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ef þú klæðist þessu þá er það merki um að þú tilheyrir þúsaldarkynslóðinni

Ef þú klæðist þessu þá er það merki um að þú tilheyrir þúsaldarkynslóðinni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma

Héldu trúlofuninni leyndri um tíma
Fókus
Fyrir 5 dögum

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Aldrei snerta þetta á hótelherberginu – Fyrrverandi hótelþerna lætur allt flakka

Aldrei snerta þetta á hótelherberginu – Fyrrverandi hótelþerna lætur allt flakka