fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fókus

Gerir þú þetta? – „Varnarviðbragð sem veitti okkur öryggi í fyrri samböndum“

Fókus
Mánudaginn 1. september 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, tekur fyrir „manneskjugeðjun“ í nýjum pistli á Facebook, en pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa notið mikilla vinsælda um árabil.

Ragnhildur er sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði og lærður einkaþjálfari.

Hvað er manneskjugeðjun?

„Manneskjugeðjun er varnarviðbragð sem veitti okkur öryggi í fyrri samböndum. Til dæmis ef þú ólst upp á heimili þar sem þagnarbindindi, fýlustjórnun, reiðiköst voru normið. Ef þú fékkst þögn, hunsun, augnarúll og andvörp þá var hríslandi kvíði og óþægindi. Ef einhver var fúll, reiður, önugur, gramur, pirraður var óöryggi í sálinni. Þá púllaðirðu trúðinn til að kæta og gleðja. Ef allir voru glaðir þá varstu öruggur. Ef hinn er glaður þá er ég glaður,“ segir hún og heldur áfram:

„Manneskjugeðjun er öryggishegðun sem hjálpaði okkur mögulega í fyrri samböndum til að koma okkur í gegnum erfiðar, óútreiknanlegar aðstæður. En ef við erum í öruggu umhverfi og samböndum en erum ennþá að hamast í manneskjugeðjun þá getur það leitt til kulnunar og örmögnunar. Það mergsýgur alla orku og dregur athyglina frá eigin tilfinningum, löngunum og þörfum.“

Ragnhildur tekur nokkur dæmi:

„Ef við erum alltaf að spyrja hvort sé ekki örugglega allt í gúddí milli okkar.

Er nokkur reiður út í okkur.

Missum svefn ef einhver er lengi að svara skilaboðum frá okkur.

Hugsum allt kvöldið um brandarann sem enginn hló að á kaffistofunni.

Marinerumst í áhyggjum ef yfirmaðurinn vill tala við okkur á morgun.“

Ragnhildur segir að tilfinningaástand annarra sé yfirleitt ekki persónulegt og ekki þitt til að lagfæra.

„Ef þú hefur gert rangt á þeirra hlut færðu tækifæri til að biðjast afsökunar. Ef þú hefur ekki gert neitt rangt berðu ekki ábyrgð á þeirra tilfinningum. Tilfinningalega þroskað fólk lætur ekki skap sitt bitna á öðrum og biður annaðhvort um andrými eða biður um stuðning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gordon Ramsay fékk krabbamein

Gordon Ramsay fékk krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafdís opnar sig um vinkonumissinn: „Ég var í bullandi afneitun“

Hafdís opnar sig um vinkonumissinn: „Ég var í bullandi afneitun“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Rithöfundur og prófessor selja fallegt einbýlishús á þremur hæðum

Rithöfundur og prófessor selja fallegt einbýlishús á þremur hæðum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Leikari óþekkjanlegur á nýrri mynd – „Þetta var óvænt“

Leikari óþekkjanlegur á nýrri mynd – „Þetta var óvænt“