fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fókus

Sara þjálfari segir það sem er erfitt að heyra – Þetta hjálpaði henni að ná árangri

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 12:00

Sara Davíðsdóttir. Instagram @saradavidsd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfarinn og flugfreyjan Sara Davíðsdóttir er hreinskilin í nýrri færslu á Instagram þar sem hún segir það sem sumum mun kannski finnast erfitt að heyra. Hún kallar þetta „hard truths“ og segir að þetta myndi hún vilja segja við fólk ef hún væri ekki hrædd um að særa tilfinningar þeirra.

„Það er örugglega einhver sem þarf að heyra þetta í dag,“ segir hún.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Sara Davíðsdóttir (@saradavidsd)

„Flest okkar vita hvað við „eigum“ að gera: Hreyfa okkur reglulega, passa hvað við látum ofan í okkur, fá nægan svefn og hugsa betur um okkur sjálf. En það sem heldur okkur aftur eru ekki skortur á upplýsingum – heldur er það er í 90 prósent tilfella hugarfarið. Vani. Afsakanir. Óþolinmæði.“

Sara telur upp níu atriði, eða „hard truths“, sem hjálpuðu henni að ná árangri á sínum tíma og eitthvað sem hún segir reglulega við fólk í Zone þjálfun hjá henni.

„Af hverju? Því ég veit að hver einasta manneskja getur náð öllum þeim árangri sem hana dreymir um að ná, ef hún hættir að bíða og byrjar að framkvæma.“

1. Ef þú æfir bara „þegar þú nennir“ verður árangurinn þinn eftir því

Mynd/Instagram

2. Það er EKKI nóg að æfa alla daga til þess að sjá árangur

Mynd/Instagram

3. Þú „þarft“ ekki að æfa í dag – þú færð að gera það!

Mynd/Instagram

4. Þú þarft ekki meiri hvatningu, þú þarft bara að standa við það sem þú sagðist ætla að gera

Mynd/Instagram

5. Þú munt EKKI fitna þó þú borðir „óhollt“ í einn dag (eða nokkra daga) – alveg eins og þú munt ekki grennast þó þú borðir „hollt“ í einn dag (eða nokkra daga)

Mynd/Instagram

6. Það að taka 2-3 vikna pásu frá hreyfingu og mataræði alltaf þegar lífið verður smá erfitt, er mjög líklega ástæðan fyrir því að þú ert föst/fastur á sama stað

Mynd/Instagram

7. Það að vera í besta formi lífs þíns hefur ekkert (eða allavega mjög lítið) með útlit að gera

Mynd/Instagram

8. Það að „vilja ná árangri“ og „að vera tilbúin að gera það sem þarf“ er ekki það sama

Mynd/Instagram

9. Þig vantar ekki meiri tíma. Þig vantar bara smá forgangsröðun og aðeins betra skipulag

Mynd/Instagram

Fylgdu Söru á Instagram, en hún er dugleg að deila alls konar fróðleik um heilsu og hreyfingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Látinn bókaunnandi blæs í glæður bóklesturs

Látinn bókaunnandi blæs í glæður bóklesturs
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimafólk sló „velferðarskjaldborg“ um gesti þjóðhátíðar

Heimafólk sló „velferðarskjaldborg“ um gesti þjóðhátíðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa áhyggjur af Kate Perry í örmum kvennabósans Justin Trudeau

Hafa áhyggjur af Kate Perry í örmum kvennabósans Justin Trudeau
Fókus
Fyrir 4 dögum

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýjasta ofurpar Hollywood virðist staðfesta orðróminn um ástarsambandið

Nýjasta ofurpar Hollywood virðist staðfesta orðróminn um ástarsambandið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vandræðaleg ljósmynd af breskri sjónvarpsstjörnu á Íslandi – „Ertu ólétt?“

Vandræðaleg ljósmynd af breskri sjónvarpsstjörnu á Íslandi – „Ertu ólétt?“
Fókus
Fyrir 1 viku

Dauðadæmt ástarævintýri heldur netverjum í heljargreipum – Baldur kúrir hjá Auði en hans bíða ólýsanlegar þjáningar

Dauðadæmt ástarævintýri heldur netverjum í heljargreipum – Baldur kúrir hjá Auði en hans bíða ólýsanlegar þjáningar