Þjálfarinn og flugfreyjan Sara Davíðsdóttir er hreinskilin í nýrri færslu á Instagram þar sem hún segir það sem sumum mun kannski finnast erfitt að heyra. Hún kallar þetta „hard truths“ og segir að þetta myndi hún vilja segja við fólk ef hún væri ekki hrædd um að særa tilfinningar þeirra.
„Það er örugglega einhver sem þarf að heyra þetta í dag,“ segir hún.
View this post on Instagram
„Flest okkar vita hvað við „eigum“ að gera: Hreyfa okkur reglulega, passa hvað við látum ofan í okkur, fá nægan svefn og hugsa betur um okkur sjálf. En það sem heldur okkur aftur eru ekki skortur á upplýsingum – heldur er það er í 90 prósent tilfella hugarfarið. Vani. Afsakanir. Óþolinmæði.“
Sara telur upp níu atriði, eða „hard truths“, sem hjálpuðu henni að ná árangri á sínum tíma og eitthvað sem hún segir reglulega við fólk í Zone þjálfun hjá henni.
„Af hverju? Því ég veit að hver einasta manneskja getur náð öllum þeim árangri sem hana dreymir um að ná, ef hún hættir að bíða og byrjar að framkvæma.“
Fylgdu Söru á Instagram, en hún er dugleg að deila alls konar fróðleik um heilsu og hreyfingu.