fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fókus

Myndbönd sýna slagviðrið á Þjóðhátíð og skúffaðir gestir láta Ellý Ármanns heyra það – „Þú laugst að okkur“

Fókus
Sunnudaginn 3. ágúst 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðrið hélt upp á Þjóðhátíð með því að bjóða þar gestum upp á alíslenskt slagviðri á föstudag. Öflugur vindurinn lék tjöld í Herjólfsdal grátt, sum þeirra fuku og gestir máttu gera sér að góðu að dansa í roki og stórum pollum. Sumir tóku til fótanna og leituðu skjóls, en aðrir héldu í heiðri íslenska frasann fræga: Þetta reddast, og gerðu það besta úr kvöldinu. Vindurinn fékk svo nóg og hefur haldið sig að mestu á mottunni síðan.

Myndbönd eru nú komin í dreifingu sem sýna vel hvað vindurinn tók vel á gestum á föstudagskvöldið. Meðal annars þó nokkur sem sýna það þegar raftónlistartjaldið berst fyrir tilvist sinni, en það var svo fellt til að forða því frá tjóni. Svo mikið gekk á að viðbragðsáætlun Þjóðhátíðarnefndar var virkjuð og Herjólfshöllin opnuð fyrir flóttagesti úr Dalnum.

Í gær var greint frá því að stígvél væru uppseld í Eyjum og nú í dag kom fram að farsímar hafi selst upp hjá raftækjaversluninni Heimaraf, enda lentu víst margir í að eyðileggja síma sína í rigningunni á föstudag.

Formaður Þjóðhátíðar sagði í samtali við Vísi í gær að veðrið hefði verið verra en spáin sagði til um, líklega var hann þar að tala um veðurspána en margir hafa bent á að veðrið hafi eins verið töluvert verra en spákonan Ellý Ármanns hafði lofað.

Sjá einnig: Ellý Ármanns svarar spurningunni: Verður gott veður á Þjóðhátíð í Eyjum í ár?

Hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbönd sem hafa verið birt á samfélagsmiðlunum Facebook og TikTok.

 

@ninaingibjorge Þjóðhátíð sigraði fyrsta kvöldið #þjoðhatið #fyp ♬ Jet2 Advert – ✈️A7-BBH | MAN 🇬🇧

 

@saedisroberts Lífið er yndislegt #dallurinn #þjóðhátíð ♬ original sound – Kendy

@thjodhatid Var rok í gær? #þjóðhátíð #dalurinn #fyp #islensktiktok ♬ original sound – Þjóðhátíð

@kristhemathteacherÞjóðhátíð 2025.♬ Heads will roll By YeahYeahYeahs – 1 Minute Sounds

@annikavignis🥴♬ Jet2 Advert – ✈️A7-BBH | MAN 🇬🇧

 

Spáði góðu veðri og sól

Þjóðhátíðargestir kunna spákonunni Ellý Ármanns litlar þakkir og hafa látið hana heyra það á TikTok, enda hafði hún lofað upp í ermina á sér. Ellý birti spádóm í júní þar sem hún spáði góðu veðri og sól á Þjóðhátíð. „Takk kærlega fyrir það, hjartans þakkir,“ sagði Ellý við æðri máttinn sem svaraði spurningum hennar um veðrið.

@ellyarmannsVerður gott veður í Eyjum um verslunarmannahelgina?♬ original sound – Ellý Ármanns

Þjóðhátíðargestir hafa látið heyra í sér í athugasemdum við myndbandið um helgina.

  • „Takk fyrir að gefa okkur öllum falskar vonir.“
  • „Það er ekki gott veður“
  • „Lygari“
  • „Þetta myndband eldist illa“

 

@danarakel♬ original sound – Ellý Ármanns

@steindor_ Þú laugst að okkur @Ellý Ármanns #þjóðhátíð #ísland #verslunarmannahelgin #fyp ♬ original sound – helgadagny

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sharon Osbourne og börnin vottuðu Ozzy virðingu sína með einstökum hætti

Sharon Osbourne og börnin vottuðu Ozzy virðingu sína með einstökum hætti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já