Veðrið hélt upp á Þjóðhátíð með því að bjóða þar gestum upp á alíslenskt slagviðri á föstudag. Öflugur vindurinn lék tjöld í Herjólfsdal grátt, sum þeirra fuku og gestir máttu gera sér að góðu að dansa í roki og stórum pollum. Sumir tóku til fótanna og leituðu skjóls, en aðrir héldu í heiðri íslenska frasann fræga: Þetta reddast, og gerðu það besta úr kvöldinu. Vindurinn fékk svo nóg og hefur haldið sig að mestu á mottunni síðan.
Myndbönd eru nú komin í dreifingu sem sýna vel hvað vindurinn tók vel á gestum á föstudagskvöldið. Meðal annars þó nokkur sem sýna það þegar raftónlistartjaldið berst fyrir tilvist sinni, en það var svo fellt til að forða því frá tjóni. Svo mikið gekk á að viðbragðsáætlun Þjóðhátíðarnefndar var virkjuð og Herjólfshöllin opnuð fyrir flóttagesti úr Dalnum.
Í gær var greint frá því að stígvél væru uppseld í Eyjum og nú í dag kom fram að farsímar hafi selst upp hjá raftækjaversluninni Heimaraf, enda lentu víst margir í að eyðileggja síma sína í rigningunni á föstudag.
Formaður Þjóðhátíðar sagði í samtali við Vísi í gær að veðrið hefði verið verra en spáin sagði til um, líklega var hann þar að tala um veðurspána en margir hafa bent á að veðrið hafi eins verið töluvert verra en spákonan Ellý Ármanns hafði lofað.
Sjá einnig: Ellý Ármanns svarar spurningunni: Verður gott veður á Þjóðhátíð í Eyjum í ár?
Hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbönd sem hafa verið birt á samfélagsmiðlunum Facebook og TikTok.
@ninaingibjorge Þjóðhátíð sigraði fyrsta kvöldið #þjoðhatið #fyp ♬ Jet2 Advert – ✈️A7-BBH | MAN 🇬🇧
@saedisroberts Lífið er yndislegt #dallurinn #þjóðhátíð ♬ original sound – Kendy
@thjodhatid Var rok í gær? #þjóðhátíð #dalurinn #fyp #islensktiktok ♬ original sound – Þjóðhátíð
@kristhemathteacherÞjóðhátíð 2025.♬ Heads will roll By YeahYeahYeahs – 1 Minute Sounds
@annikavignis🥴♬ Jet2 Advert – ✈️A7-BBH | MAN 🇬🇧
Þjóðhátíðargestir kunna spákonunni Ellý Ármanns litlar þakkir og hafa látið hana heyra það á TikTok, enda hafði hún lofað upp í ermina á sér. Ellý birti spádóm í júní þar sem hún spáði góðu veðri og sól á Þjóðhátíð. „Takk kærlega fyrir það, hjartans þakkir,“ sagði Ellý við æðri máttinn sem svaraði spurningum hennar um veðrið.
@ellyarmannsVerður gott veður í Eyjum um verslunarmannahelgina?♬ original sound – Ellý Ármanns
Þjóðhátíðargestir hafa látið heyra í sér í athugasemdum við myndbandið um helgina.
@danarakel♬ original sound – Ellý Ármanns
@steindor_ Þú laugst að okkur @Ellý Ármanns #þjóðhátíð #ísland #verslunarmannahelgin #fyp ♬ original sound – helgadagny