fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fókus

Heimafólk sló „velferðarskjaldborg“ um gesti þjóðhátíðar

Fókus
Sunnudaginn 3. ágúst 2025 09:24

Myndi/Jon from Iceland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðhátíðargestir skemmtu sér konunglega í gærkvöldi í Herjólfsdal. Formaður Þjóðhátíðarnefndar þakkar heimafólki fyrir að hafa slegið velferðarskjaldborg yfir gesti eftir slagviðri sem gekk yfir á föstudagskvöldið.

Meðal annars þurfti að hætta við að kveikja í brennu á Fjósakletti vegna veðurs á föstudag, fella þurfti stóra tjaldið og hvítu tjöldin í framri hluta Herjólfsdals voru rýmd í öryggisskyni. Viðbragðsáætlun var virkjuð um kvöldið og Herjólfshöllin opnuð fyrir gesti.

Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, þakkar sömuleiðis gestum fyrir þrautseigju.

„Það var stórkostlegt að sjá brekkuna lifna við í gærkvöldi. Nú höldum við ótrauð áfram inn í síðasta daginn af þessari Þjóðhátíð sem nú þegar hefur skrifað sig á spjöld sögunnar. Ég má til með að ítreka þakkir til allra gestanna fyrir þrautseigju og allra Vestmanneyinganna sem slógu velferðarskjaldborg yfir gestina okkar í gær og fyrri nótt.“

Tónlistardagskráin á stóra sviðinu hófst með VÆB-bræðrum. Næst steig Stuðlabandið á svið með Röggu Gísla, Selmu Björns og Friðriki Ómari. Hápunkturinn á stóra sviðinu voru svo tónleikar Herra Hnetusmjörs og í framhaldinu stigu FM95Blö-menn á stokk ásamt Jóhönnu Guðrúnu og lokatónleikarnir voru með Aron Can.

Veislan heldur áfram í kvöld. Stuðlabandið hefur sett saman kvölddagskrá með Stefáni Hilmarssyni, Siggu Beinteins, Emmsjé Gauta, GDRN og goðsögninni Björgvini Halldórssyni. Síðan tekur Brekkusöngurinn við undir handleiðslu Magnúsar Kjartans. Loks verður brennan tendruð, blysin verða á sínum stað og tónlistin heldur svo áfram fram undir morgun.

Herjólfur tilkynnti svo í morgun að siglingar í Landeyjahöfn hæfust aftur frá og með 5:30 í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjasta ofurpar Hollywood virðist staðfesta orðróminn um ástarsambandið

Nýjasta ofurpar Hollywood virðist staðfesta orðróminn um ástarsambandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vandræðaleg ljósmynd af breskri sjónvarpsstjörnu á Íslandi – „Ertu ólétt?“

Vandræðaleg ljósmynd af breskri sjónvarpsstjörnu á Íslandi – „Ertu ólétt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dauðadæmt ástarævintýri heldur netverjum í heljargreipum – Baldur kúrir hjá Auði en hans bíða ólýsanlegar þjáningar

Dauðadæmt ástarævintýri heldur netverjum í heljargreipum – Baldur kúrir hjá Auði en hans bíða ólýsanlegar þjáningar