fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fókus

Upplifði ofsóknaræði eftir svakalegt þyngdartap

Fókus
Föstudaginn 29. ágúst 2025 11:30

Orlando Bloom. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Orlando Bloom talar opinskátt um erfiðleika sem hann upplifði eftir að hafa misst rúmlega 23 kíló fyrir hlutverk í kvikmyndinni The Cut.

The Cut fjallar um hnefaleikakappa sem vill snúa aftur í hringinn en þarf að léttast mikið á stuttum tíma. Bloom, 48 ára, fer með aðalhlutverkið.

Hann sagði í morgunþættinum This Morning fyrr í vikunni að hann hafi upplifað ofsóknaræði í kjölfar þyngdartapsins, en hann borðaði aðeins túnfisk og gúrku til að léttast.

„Ég var bara búinn á því,“ sagði hann og bætti við að hann hafi verið með enga orku, hvorki líkamlega né andlega.

„Það var hræðilegt að vera í kringum mig á þessum tíma, ég var svo fúll og svangur.“

Bloom sagði að hann hafi fengið ágengar hugsanir (e. intrusive thoughts) og ofsóknaræði eftir að þjálfarinn hans fækkaði máltíðum hans úr þremur í tvær á dag.

„Allt í einu var búið að taka allan matinn frá mér og próteinduftið var það síðasta. Ég var alveg: „Nei! Ekki taka það.“ Og síðan var ég bara að borða túnfisk og gúrku síðustu þrjár vikurnar.“

Bloom sagðist alls ekki mæla með þessu mataræði.

Myndin kemur út í september, horfðu á stikluna hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rithöfundur og prófessor selja fallegt einbýlishús á þremur hæðum

Rithöfundur og prófessor selja fallegt einbýlishús á þremur hæðum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 1 viku

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 1 viku

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi