fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fókus

Fjölskyldan bakar í sólarhring og heiðrar minningu Guðna Alexanders

Fókus
Föstudaginn 29. ágúst 2025 09:20

T.v: Fyrrverandi Íslandsforseti, Guðni Th., Lilja Katrín og Guðrmundur R. - T.h: Guðni Alexander Snorrason, fóstursonur Lilju og Guðmundar sem lést 31. janúar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er aðeins rúm vika í að girnilegasta maraþon ársins, jafnvel aldarinnar, hefjist þegar að fjölskyldan í Melgerði 21 á Kársnesinu í Kópavogi bakar í sólarhring. Síðasta bakstursmaraþon var haldið á heimili fjölskyldunnar fyrir níu árum síðan og þá safnaðist rúm hálf milljón fyrir Kraft, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein. Nú á að safna fyrir Bergið headspace og auðvitað er markmiðið að slá fyrra met.

„Við erum að fara á límingunum, við erum svo spennt. Við finnum samt alveg fyrir því að taugarnar eru farnar að gera vart við sig og við vitum ekki alveg hvað við erum að ganga inn í. Síðasta maraþon var bara stemming og stuð en nú er undirtónninn dökkur, þó við reynum að smyrja á hann eins miklum glassúr og við mögulega getum,“ segir Lilja Katrín Gunnarsdóttir, fjölmiðlakona og konan á bak við bakstursbloggið Blaka – blaka.is. Eiginmaður hennar, stjörnuvefarinn Guðmundur R. Einarsson, tekur í sama streng en maraþonið að þessu sinni sprettur upp úr áfalli sem fjölskyldan varð fyrir í byrjun árs.

„Fóstursonur okkar, Guðni Alexander Snorrason, lést þann 31. janúar síðastliðinn, aðeins tvítugur að aldri. Það var gríðarlegt högg fyrir okkar litlu fjölskyldu, sérstaklega börnin okkar, sem litu ávallt á Guðna sem bróður sinn. Guðni yrði 21 árs þann 9. september næstkomandi, sem er líka afmælisdagurinn hennar Lilju. Við kvíðum þessum degi, enda fyrsti afmælisdagurinn án hans, og því vissum við fljótt að við þyrftum að reyna að snúa deginum upp í eitthvað gleðilegt. Eitthvað sem myndi heiðra minningu hans. Auðvitað blasti það við að baka sólarhring, er það ekki?“ segir Guðmundur og brosir.

Maraþonið hefst klukkan 12 á hádegi laugardaginn 6. september og lýkur sunnudaginn 7. september klukkan 12 á hádegi. Þennan sólarhring verður bakað stanslaust í Melgerði 21 í Kópavogi og allir sem vettlinga geta valdið eru velkomnir í heimsókn að fá sér kökur og kaffi. Þeir sem síðan eru aflögufærir geta styrkt Bergið, það verða posar á staðnum en einnig hægt að koma með reiðufé eða millifæra inná á styrktarreikning með skýringunni „Guðni“. Helstu styrktaraðilar maraþonsins eru Hagkaup og Ormsson en hjónin hvetja þá sem vilja leggja málefninu lið, til dæmis með því að skemmta gestum maraþonsins, að setja sig í samband við þau.

„Guðni er eitt af fjölmörgum börnum sem kerfið skilur eftir. Börnum sem eiga lítinn séns í lífinu,“ segir Guðmundur og Lilja bætir við: „Það er þyngra en tárum taki og svartur blettur á íslensku þjóðfélagi að börn eins og Guðni gleymist. Því ætlum við að tryggja að hans nafn gleymist ekki, þó það sé ekki nema þessa einu helgi þegar við bökum fyrir Guðna, og öll hin börnin, af ást og umhyggju.“

Sem fyrr segir eru allir velkomnir á bakstursmaraþonið í Melgerði 21 í Kópavogi 6.-7.september næstkomandi. Facebook-viðburðinn má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Rithöfundur og prófessor selja fallegt einbýlishús á þremur hæðum

Rithöfundur og prófessor selja fallegt einbýlishús á þremur hæðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikari óþekkjanlegur á nýrri mynd – „Þetta var óvænt“

Leikari óþekkjanlegur á nýrri mynd – „Þetta var óvænt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar
Fókus
Fyrir 1 viku

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 1 viku

Ný plata með Laufeyju komin út

Ný plata með Laufeyju komin út