fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fókus

Sting stefnt vegna höfundaréttarmála – Milljónir í húfi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 28. ágúst 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska tónlistarmanninum Gordon Matthew Thomas Sumner, öllu betur þekktur sem Sting, hefur verið stefnt fyrir dóm í Bretlandi. Það eru fyrrum félagar hans í hljómsveitinni The Police sem krefja Sting um milljónir vegna tapaðra höfundarréttinda af laginu Every Breath You Take.

Andy Summers, gítarleikari, og Stewart Copeland, trommuleikari, sem skipuðu The Police ásamt Sting segja að þeir hafi ekki verið skráðir sem höfundar lagsins og þeir hafi aldrei séð krónu þrátt fyrir gríðarlegar vinsældir lagsins Every Breath You Take sem kom út árið 1983.

Sagt er að Sting þéni 740 þúsund dali á ári í höfundarréttartekjur af laginu, sem varð fimmta mest selda lagið á níunda áratugnum.

Gagnagrunnur Hæstaréttar London skráir skjölin, sem The Post hefur skoðað, sem „almenna viðskiptasamninga og fyrirkomulag“.

Í skjölunum er Sting, sem er 73 ára, skráður sem varnaraðili undir sínu rétta nafni, Gordon Matthew Sumner. Fyrirtæki hans, Magnetic Publishing Limited, er einnig skráð sem varnaraðili.

„Þetta hefur verið að gerjast í nokkurn tíma. Lögfræðingar reyndu ítrekað að ná sáttum utan réttar en lentu í pattstöðu,“ sagði heimildarmaður við Sun.

„Andy og Stewart ákváðu að það væri enginn annar kostur en dómstólar. Þeir segjast eiga milljónir í töpuðum höfundarréttargreiðslum.“

Copeland stofnaði The Police í London árið 1977 og varð sveitin nánast strax heimsfræg með útgáfu plötunnar Reggatta de Blanc árið 1979.

Hljómsveitin náði samtals fimm smáskífum í fyrsta sæti vinsældalistans í Bretlandi og náði efsta sætinu á bandaríska vinsældalistanum með útgáfu lagsins Every Breath You Take.

Samskiptin súrnuðu þó sem olli því að hljómsveitin hætti störfum stuttu eftir að tónleikaferð þeirra lauk árið 1984.

Stöðug valdabarátta var ástæðan fyrir óstöðugu samstarfi meðlimanna, og Sting sagði við New York Times árið 2007: „Við fórum ekki saman í skóla né ólumst upp í sama hverfi. Við vorum aldrei nánir. Við höfum brennandi áhuga á tónlistinni og erum allir sterkir karakterar og enginn vildi gefa eftir. Við rifumst um allt.“ 

Sting átti síðan farsælan sólóferil og gaf út smelli eins og Fields of Gold, Shape of My Heart, We’ll Be Together og  Englishman in New York.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 6 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi