fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fókus

Hjartalæknir: Þessi einfalda æfing getur bjargað lífi þínu

Fókus
Fimmtudaginn 28. ágúst 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vandinn er lífsstíllinn sem við lifum,“ segir Dr. Dmitry Yaranov, hjartalæknir í Bandaríkjunum, í myndbandi sem vakið hefur mikla athygli á samfélagsmiðlum.

Þar segir hann frá því hvernig tiltölulega einföld æfing – sem flestir geta gert, sama á hvaða aldri þeir eru – getur skipt sköpum í baráttunni gegn hættulegum lífstílssjúkdómum.

Það vita það flestir að regluleg hreyfing getur dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, heilablóðfalli, sykursýki af tegund 2 og ákveðnum tegundum af krabbameinum.

Mæla heilbrigðisyfirvöld almennt með því að fullorðnir séu líkamlega virkir á degi hverjum og stundi að minnsta kosti 150 mínútur af blandaðri þol- og styrktarþjálfun á viku.

Hjartalæknirinn Yaranov segir að maðurinn sé í raun með tvö hjörtu, annað í brjóstinu og hitt í kálfunum. Þó vissulega sé um mikla einföldun að ræða segir Yaranov að kálfavöðvarnir gegni gríðarlega mikilvægu hlutverki fyrir blóðrásina.

Með hverju skrefi og hverri kálfalyftu sé blóðinu pumpað til baka til hjartans og þetta geti komið í veg fyrir myndun blóðtappa.

Þess vegna segir Yaranov að göngutúrar séu eitt það besta sem hægt er að gera. Hann bendir á að nútímamaðurinn sitji mikið, jafnvel klukkustundum saman, og gangi miklu minna en áður. Þá minnki vöðvamassinn okkar eftir því sem við eldumst.

„Þegar þetta „annað hjarta“ okkar í kálfunum veikist þarf hið raunverulega hjarta að vinna mun meira. Þá hægist á blóðrásinni, fætur byrja að bólgna, blóðþrýstingur hækkar og hættan á hjartabilun margfaldast,“ segir hann.

Rannsóknir hafa sýnt að 10 þúsund skref á dag geti minnkað líkur á hjarta- og krabbameinum og ótímabærum dauðsföllum. Aðrar rannsóknir benda þó til að jafnvel 7 þúsund skref á dag geti skilað verulegum árangri, og að gönguhraðinn skipti ekki síður máli.

Nýleg bandarísk rannsókn, sem náði til tæplega 80 þúsund einstaklinga, sýndi að stuttur en kröftugur göngutúr var betri fyrir heilsuna en löng ganga á hægari hraða.

„Það skiptir máli að hreyfa sig daglega,“ segir Yaranov. „Farðu í göngutúr, lyftu hælunum við skrifborðið, taktu stigann í stað lyftunnar og haltu kálfavöðvunum sterkum. Byrjaðu í dag – þú munt þakka þér fyrir það þegar þú eldist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aldrei snerta þetta á hótelherberginu – Fyrrverandi hótelþerna lætur allt flakka

Aldrei snerta þetta á hótelherberginu – Fyrrverandi hótelþerna lætur allt flakka
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það sem Benedikt sagði sem kom upp um áform hans um að biðja Sunnevu

Það sem Benedikt sagði sem kom upp um áform hans um að biðja Sunnevu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi