fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fókus

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina

Fókus
Fimmtudaginn 28. ágúst 2025 10:30

Kayla Nicole, Travis Kelce og Taylor Swift. Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpskonan Kayla Nicole birti færslu á Instagram sem hefur vakið athygli margra, en fólk telur að hún hafi verið að segja eitthvað óbeint með henni. Ástæðan er að Kayla birti færsluna nokkrum klukkutímum eftir að fyrrverandi kærasti hennar, NFL-kappinn Travis Kelce, tilkynnti að hann væri trúlofaður ofurstjörnunni og söngkonunni Taylor Swift.

Á þriðjudaginn greindi parið frá því að þau væru trúlofuð og hafa gleðitíðindin tröllriðið samfélagsmiðlum og dægurmiðlum vestanhafs síðan þá.

Kayla birti klippu frá viðburði New York Times þar sem leikkonan Tracee Ellis Ross ræddi um að „upplifa gleði.“ Horfðu á umrædda klippu hér að neðan. Smelltu hér ef þú sérð hana ekki eða prófaðu að endurhlaða síðuna.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by OFF THE CUFF® (@offthecuff)

Með myndbandinu skrifaði Kayla: „Las um þetta fyrir einhverjum árum síðan í bókinni: „Choose Joy: Because Happiness Isn‘t Enough.“ Svo góð!“

Kayla og Travis voru í saman og sundur frá 2017 til 2022. Ári síðar byrjaði hann með Taylor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 6 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi