fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Vill að næsti eiginmaður glími við getuleysi

Fókus
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 10:40

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Kelly Ripa og eiginmaður hennar, Mark Consuelos, hafa verið saman í 30 ár. Þau eiga saman þrjú uppkomin börn og stjórna þættinum Live With Kelly and Mark saman.

Í vikunni ræddu hjónin um hvað þau myndu gera ef hjónabandi þeirra myndi ljúka.

Kelly sagði að hún myndi ekki næla sér í yngri mann. „Ef við værum ekki saman, þá myndi ég vilja að næsti eiginmaður verði kominn hálfa leið í gröfina,“ sagði hún.

„Hann þarf að glíma við mikið getuleysi (e. erectile dysfunction) og eiga allavega 700 milljarða í bankanum.“

Mark hló að óskalista eiginkonunnar og deildi síðan hvað hann myndi gera.

„Ég myndi syrgja þig. Ég er að gera ráð fyrir því að þú hafir dáið, því af hverju annars ættirðu að fara frá mér?“ sagði hann.

„Ég held að það myndi einhver grípa mig og hjálpa mér í gegnum sorgarferlið. Ég myndi þurfa að venjast háskólastundaskrá hennar og svona.“

Kelly hló hátt að gríni eiginmannsins og sagði við áhorfendur að þau væru bara að hafa gaman, enda hamingjusamlega gift og engin endalok framundan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp
Fókus
Fyrir 5 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan