Sérð þú af hverju?
Mörgum þykir hluturinn minna á kynlífsleikfang, sem fæst í þokkabót á kostnaðarverði.
„Hver hendir glerplugginu sínu? Svo þægilegt að mega henda því í uppþvottavélina eftir notkun annað en þetta sílikon drasl,“ sagði konan sem rakst á gripinn og birti mynd af honum í hópnum,
Hún sagði í samtali við DV að hluturinn hafi verið til sölu í Góða hirðinum, nýkominn á borðið þegar hún var þar, og kostað 450 krónur.
Færslan hefur slegið í gegn meðal meðlima í hópnum en eins fyndin og tilhugsunin sé að þetta sé til sölu í Góða hirðinum þá benda nokkrir á að þetta sé örugglega bara tappi í karöflu.
„Þetta er reyndar bara tappi í karöflu en mér líkar hvernig þú hugsar,“ segir einn.