Dhakota Williams, 24, var nýlega í fríi í Grikklandi og deildi nokkrum myndum á Instagram.
Carl Williams var einn af helstu fíkniefna- og skipulögðu glæpaleiðtogum í Melbourne á tíunda áratugnum og fram á fyrstu ár 21. aldar.
Hann var talinn lykilmaður í undirheimastríði Melbourne sem var kallað „Melbourne gangland killings“, þar sem tugir manna voru drepnir.
Williams fór í fangelsi árið 2007 fyrir ýmis brot, meðal annars þrjú morð. Hann var drepinn í fangelsinu árið 2010, 39 ára að aldri.
Dhakota hefur talað fallega um föður sinn og segir minningarnar af honum hlýjar. En vegna glæpa hans hafa hún og móðir hennar, Roberta, átt erfitt með að „finna venjulegt starf“ og byrjuðu þær báðar að selja klámfengið efni á OnlyFans.
Hún sagði í viðtali við The Daily Telegraph að það hafi verið erfitt að alast upp í sviðsljósinu vegna föður síns og að fólk hafði ákveðna hugmynd um hvernig manneskja hún er.
„Þetta gerir mig ákveðna að sanna fyrir fólki að það hefur rangt fyrir sér. Sama hvað foreldrar mínir gerðu eða gerðu ekki, það hefur engin áhrif á hvernig manneskja ég er,“ sagði hún.