Hildur Bjarney Torfadóttir, kennari og söngkona, sem búsett er í Reykjanesbæ, hefur vakið athygli á Instagram fyrir skemmtileg myndbönd, þar sem hún gerir óspart grín að sjálfri sér og hversdagslífinu.
Myndband hennar af sjálfumyndatökum á ferðalögum sumarsins hefur slegið rækilega í gegn.
Sjá einnig: Hildur sýnir hvernig glansmyndir á Instagram eru teknar – „Við verðum að taka mynd, ég verð að pósta þessu“
Í nýjasta myndbandi sínu fer Hildur til tannlæknis, þar sem hún leikur bæði tannlækninn og sjálfa sig í tannlæknastólnum. Mörgum kvíðir fyrir þessum reglulegu heimsóknum og má segja að myndbandið lýsi upplifun margra.
„Er ofsa þakklát fyrir tannlækna, en mikið djö sit ég alltaf skíthrædd í stólnum og sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
View this post on Instagram