Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Sally land.
Konan segir að þau hafi kynnst á netinu. „Við fórum á fjögur stefnumót og svo eyddi hann helginni heima hjá mér og við stunduðum gott kynlíf,“ segir hún.
„Hann sagðist vera einhleypur, hann sagði að fyrrverandi eiginkona hans hafi haldið framhjá honum og farið frá honum fyrir tveimur árum.
Við náðum vel saman, en það hefur verið haldið framhjá mér og ég tengdi því við hann.“
Konan segir að maðurinn hafi verið klár, vitað hvernig hann ætti að fá hana til að vorkenna sér.
„Mér hefur gengið illa að treysta öðrum í langan tíma en mér fannst ég geta treyst honum,“ segir hún.
„Nú efast ég um allt. Hann er greinilega góður lygari.“
Konan er 37 ára og maðurinn er 41 árs.
„Hann átti afmæli mánuði eftir að við byrjuðum að hittast. Ég keypti handa honum skyrtu og rakspíra og ákvað að koma honum á óvart.
Ég keyrði heim til hans og sá bílinn hans. Ég fékk áfall þegar ég lagði í stæði fyrir utan, ég sá hann leika við tvo litla krakka. Ég keyrði grátandi í burtu. Hann hringdi síðar um daginn og ég sagði honum allt sem ég sá.
Hann sagðist geta útskýrt. Hann sagðist vera giftur en að hann væri að fara að skilja. Hann grátbað mig um að slíta ekki sambandinu okkar. Ætti ég að gefa honum tækifæri?“
„Þú gætir það en af hverju heldurðu að hann verði hreinskilinn ef hann hefur ekki verið það hingað til? Það gæti verið að hann sé að segja ósatt um skilnaðinn.
Hann á börn, þannig þó að skilnaðurinn gangi í gegn þá skaltu spyrja þig hvort þú sért tilbúin að verða stjúpmóðir.
Ef þú sérð framtíð með honum skaltu gefa honum tíma til að leysa úr málunum og þangað til, ekkert kynlíf.“