fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fókus

Jillian Michaels rýfur þögnina um heimildaþættina um The Biggest Loser – Svarar alvarlegum ásökunum

Fókus
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný heimildaþáttaröð varpar ljósi á skuggahliðar vinsælu raunveruleikaþáttana, The Biggest Loser.

Um er að ræða þriggja þátta seríu, Fit for TV: The Reality of the Biggest Loser, úr smiðju Netflix.

Í þáttunum er meðal annars rætt við fyrrverandi keppendur, framleiðendur þáttanna og þjálfarann Bob Harper.

Bob Harper var hluti af þáttunum frá fyrstu þáttaröð árið 2004 og var alveg til enda. Jillian Michaels var hinn aðalþjálfari þáttanna en hætti árið 2014, tveimur árum áður en þættirnir voru teknir úr sýningu.

Í september í fyrra opnaði Jillian sig um ákvörðun sína að hætta en hún sagði að það hafi runnið upp fyrir henni að keppendur væru að glíma við andleg og tilfinningaleg vandamál sem hún gæti ekki hjálpað þeim með og að enginn annar á framleiðsluteyminu gæti hjálpað þeim að vinna úr.

Sjá einnig: Jillian Michaels um af hverju hún hætti í The Biggest Loser: „Ég gat ekki hjálpað þessum krakka“

Sjá einnig: Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Ásakanir

Eins og fyrr segir kom aðeins Bob fram í Netflix-þáttunum en farið var hörðum orðum um bæði hann og Jillian og hegðun þeirra gagnvart keppendum.

En það var ekki það eina, Bob greindi frá því að það andaði köldu á milli hans og Jillian. Hann sagði að eftir að hann fékk alvarlegt hjartaáfall árið 2017 hafi Jillian verið sú eina sem hafði ekki samband við hann í kjölfarið.

„Við vorum ekki bestu vinir, en við vorum félagar í sjónvarpsþætti í mjög langan tíma,“ sagði Bob í viðtali við The Guardian í síðustu viku.

Jillian svaraði þeim ásökunum með skjáskoti af skilaboðum sem hún sendi honum árið 2014. „Þetta eru næstsíðustu skilaboðin sem ég sendi Bob Harper,“ sagði hún og birti skilaboðin:

„Mér finnst það virkilega lélgt af þér að svara ekki einu sinni skilaboðunum frá mér. Það eru hlutir eins og þetta sem gerir mig svo vonsvikna yfir sambandinu okkar.“

Svarar fleiri ásökunum

Í þáttunum er Jillian gagnrýnd fyrir þjálfunaraðferðir sínar og var meðal annars sökuð um að gefa keppendum koffíntöflur í laumi. Hún harðneitar og segir að framleiðendur, sem og læknir þáttanna, hafi leyft notkun þeirra, sem og Ambien og nikótíns.

Hægt er að skoða allar færslurnar á Instagram síðu hennar.

Hún tjáði sig einnig um ásakanirnar um að hún hafi „komið í veg fyrir að keppendur myndu borða nægilega margar hitaeiningar“. Hún deildi skjáskoti af tölvupósti sem hún sendi keppanda árið 2010 þar sem hún ráðlagði honum að borða 1600 hitaeiningar á dag.

Jillian sagðist einnig aldrei hafa sagt við keppanda í lokaþætti The Biggest Loser að hún myndi „gera mig að milljónamæringi.“ Hún sagði að ef það væri satt væri til upptaka af því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Konur sem gruna karlinn um framhjáhald ráða mig til að leiða hann í gildru“

„Konur sem gruna karlinn um framhjáhald ráða mig til að leiða hann í gildru“
Fókus
Fyrir 1 viku

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu
Fókus
Fyrir 1 viku

O (Hringur) Best í Norður Makedóníu

O (Hringur) Best í Norður Makedóníu