fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fókus

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Fókus
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það muna vafalaust einhverjir eftir leikaranum Jacob Tremblay sem sló í gegn í Óskarsverðlaunamyndinni Room árið 2015.

Í myndinni fór Jacob með hlutverk hins fimm ára gamla Jacks sem er haldið föngnum ásamt móður sinni í gluggalausum kjallara ásamt móður sinni sem leikin var af Brie Larson. Móður hans var rænt af kynferðisbrotamanni og fæddist Jack í prísundinni.

Segir myndin frá sambandinu þeirra, flóttanum og aðlögun þeirra að hinu dýrmæta frelsi. Hlaut Brie Óskarsverðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki á hátíðinni 2016.

Tremblay er í dag 18 ára og hann hefur haldið áfram að láta að sér kveða í leiklistarheiminum. Hann er nú við tökur á myndinni Unabomb þar sem hann mun fara með hlutverk Ted Kaczynski þegar hann var ungur. Þá mun Russel Crowe fara með veigamikið hlutverk í myndinni.

Óhætt er að segja að Jacob hafi breyst þó nokkuð síðan hann var barn en hann lauk nýlega við menntaskóla. Af færslum hans á samfélagsmiðlum að dæma ætlar hann að leggja leiklistina fyrir sig og kvaðst hann hlakka til að geta einbeitt sér að henni af fullum þunga eftir útskrift.

Jacob heldur áfram að láta að sér kveða. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga
Fókus
Í gær

Gríma og Skúli orðin hjón

Gríma og Skúli orðin hjón
Fókus
Í gær

Eiga von á þriðja barninu

Eiga von á þriðja barninu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Metþátttaka á Stóra Kjörísdeginum – Yfir 20 þúsund gestir nutu ís, tónlistar og skemmtiatriða MYNDIR

Metþátttaka á Stóra Kjörísdeginum – Yfir 20 þúsund gestir nutu ís, tónlistar og skemmtiatriða MYNDIR
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórleikari mátti þola leit lögreglu – Miður sín yfir að þeir þekktu hann ekki

Stórleikari mátti þola leit lögreglu – Miður sín yfir að þeir þekktu hann ekki
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“
Fókus
Fyrir 1 viku

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 1 viku

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set