Í myndinni fór Jacob með hlutverk hins fimm ára gamla Jacks sem er haldið föngnum ásamt móður sinni í gluggalausum kjallara ásamt móður sinni sem leikin var af Brie Larson. Móður hans var rænt af kynferðisbrotamanni og fæddist Jack í prísundinni.
Segir myndin frá sambandinu þeirra, flóttanum og aðlögun þeirra að hinu dýrmæta frelsi. Hlaut Brie Óskarsverðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki á hátíðinni 2016.
Tremblay er í dag 18 ára og hann hefur haldið áfram að láta að sér kveða í leiklistarheiminum. Hann er nú við tökur á myndinni Unabomb þar sem hann mun fara með hlutverk Ted Kaczynski þegar hann var ungur. Þá mun Russel Crowe fara með veigamikið hlutverk í myndinni.
Óhætt er að segja að Jacob hafi breyst þó nokkuð síðan hann var barn en hann lauk nýlega við menntaskóla. Af færslum hans á samfélagsmiðlum að dæma ætlar hann að leggja leiklistina fyrir sig og kvaðst hann hlakka til að geta einbeitt sér að henni af fullum þunga eftir útskrift.