En kakan sem hún fékk er ekkert lík þeirri sem hún óskaði eftir. Konan birti myndirnar á TikTok og er óhætt að segja að netverjar hafi verið hneykslaðir.
„Er það dónalegt að ég sé vonsvikin? Ég vildi þessa köku fyrir afmæli mömmu minnar, ég borgaði 13 þúsund krónur,“ sagði konan og birti eftirfarandi mynd.
„Og þetta er það sem ég fékk. Ég bað ekki um svona stóra köku, og hún er líka ekkert lík myndinni sem ég sendi.“
Konan sagðist ekki vilja virðast dónaleg þar sem konan sem bakaði kökuna hafi verið vingjarnleg. „En þetta er bara engan veginn það sem ég bað um.“
Netverjar voru sammála um að hún væri ekki að vera dónaleg, heldur væri þetta út í hött. Þeir hvöttu hana til að krefjast endurgreiðslu.
„Það er eins gott að þetta sé brandari,“ sagði einn.
„Þetta er RUGLAÐ,“ sagði nannar.
Sumir veltu því fyrir sér hvort að bakarinn hafi ruglast á pöntunum.