fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fókus

Móðir í áfalli og varar foreldra við: „Skoðið föt barnanna vel áður en þið kaupið“

Fókus
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 11:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk móðir keypti kjól handa dóttur sinni. Við fyrstu sýn virðist þetta krúttlegur kanínukjóll en þegar móðirin, Savannah, skoðaði hann nánar sá hún óviðeigandi texta sem hana hryllti við.

„Einn daginn, þegar dóttir mín var að leggja sig, ákvað ég að skoða kjólinn betur og sjá hvað stóð á kjólum,“ sagði Savannah í myndbandi á TikTok.

Umræddur kjóll.

Einn textinn sem hneykslaði hana var: „Viltu leita að páskaeggjum undir sænginni?“ (Want to have an Easter egg hunt under the covers?)

Hún sá fleiri óviðeigandi textabrot á kjólnum. Eins og: „Þú færð ókeypis peep show fyrir þennan miða.“ (This coupon entitles you to one free peep show!)

Og: „Látum eins og við séum kanínur og gerum það sem kemur náttúrulega“

Það sem Savönnuh þótti furðulegast var: „Þú hefur verið besti eiginmaður og vinur sem stelpa gæti óskað sér.“ (You’ve been the best husband and friend a girl could have ever asked for.)

Savannah sagðist vilja vara aðra foreldra við að skoða föt barnanna sinna gaumgæfilega. Netverjar voru í áfalli yfir barnakjólnum.

„Heimurinn er svo óhugnanlegur,“ sagði einn.

Verslunin biðst afsökunar

Verslunin sem seldi kjólinn hefur brugðist við og beðist afsökunar.

„Ég vil biðjast afsökunar á óviðeigandi texta á einni flík sem er seld í versluninni minni. Um er að ræða vöru frá öðrum birgja og ég tók ekki eftir textanum áður en kjóllinn fór í sölu. Textinn endurspeglar á engan hátt þau gildi sem ég stend fyrir eða styð,“ kom fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Afsökunarbeiðni frá fyrirtækinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem gruna karlinn um framhjáhald ráða mig til að leiða hann í gildru“

„Konur sem gruna karlinn um framhjáhald ráða mig til að leiða hann í gildru“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Slúðra enn saman um sinn fyrrverandi Brad Pitt – „Hvernig er annað hægt?“

Slúðra enn saman um sinn fyrrverandi Brad Pitt – „Hvernig er annað hægt?“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 1 viku

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?
Fókus
Fyrir 1 viku

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“