Aðdáendur hljómsveitarinnar Sálin hans Jóns mína geta farið að hlakka til því í vinnslu er söngvamynd byggð á lögum Sálarinnar.
Myndin ber titilinn Hvar er draumurinn? Og gerist í Reykjavík snemma á tíunda áratugnum.
View this post on Instagram
Höskuldur Þór Jónsson er höfundur, leikstjóri og framleiðandi myndarinnar sem er hans fyrsta í fullri lengd. Tökur hafa staðið yfir í sumar og fóru meðal annars fram í Tónabæ, sem breyttist í Sódóma. Stefnt er að því að myndin verði sýnd á næsta ári.
View this post on Instagram
Á meðal leikara eru Mikael Kaaber, Sigríður Ragnarsdóttir, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Mímir Bjarki Pálmason, Kolbeinn Sveinsson, Ingi Þór Þórhallsson, Hrafnhildur Ingadóttir og Salka Sól Eyfeld.
Hluti af hópnum sýndi söngleikinn Ðe lónlí blú bojs byggða á lögum hljómsveitarinnar ástsæli í Bæjarbíói árið 2019. Höskuldur Þór samdi söngleikinn þá 21 árs. Uppselt var á allar 20 sýningarnar.
Árið 2021 var komið að söngleiknum Hlið við hlið, byggðum á lögum Friðriks Dórs Jónssonar, sem sýndur var í Gamla bíói. Höskuldur Þór leikstýrði, og skrifaði handritið ásamt Berglindi Öldu. Ingi Þór og Kolbeinn voru í leikarahópnum. Hluti af leikarahópnum skipar einnig hópinn Aftur sem hefur staðið að leiksýningum í sumar og sumarið 2024 í Háskólabíói.