fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fókus

Hvar er draumurinn? – Lög Sálarinnar á leiðinni á hvíta tjaldið

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 18:30

Sigríður og Mikael í hlutverkum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur hljómsveitarinnar Sálin hans Jóns mína geta farið að hlakka til því í vinnslu er söngvamynd byggð á lögum Sálarinnar.

Myndin ber titilinn Hvar er draumurinn? Og gerist í Reykjavík snemma á tíunda áratugnum. 

Höskuldur Þór Jónsson er höfundur, leikstjóri og framleiðandi myndarinnar sem er hans fyrsta í fullri lengd. Tökur hafa staðið yfir í sumar og fóru meðal annars fram í Tónabæ, sem breyttist í Sódóma. Stefnt er að því að myndin verði sýnd á næsta ári. 

Á meðal leikara eru Mikael Kaaber, Sigríður Ragnarsdóttir, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Mímir Bjarki Pálmason, Kolbeinn Sveinsson, Ingi Þór Þórhallsson, Hrafnhildur Ingadóttir og Salka Sól Eyfeld.

Hluti af hópnum sýndi söngleikinn Ðe lónlí blú bojs byggða á lögum hljómsveitarinnar ástsæli í Bæjarbíói árið 2019. Höskuldur Þór samdi söngleikinn þá 21 árs. Uppselt var á allar 20 sýningarnar.

Árið 2021 var komið að söngleiknum Hlið við hlið, byggðum á lögum Friðriks Dórs Jónssonar, sem sýndur var í Gamla bíói. Höskuldur Þór leikstýrði, og skrifaði handritið ásamt Berglindi Öldu. Ingi Þór og Kolbeinn voru í leikarahópnum. Hluti af leikarahópnum skipar einnig hópinn Aftur sem hefur staðið að leiksýningum í sumar og sumarið 2024 í Háskólabíói.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga
Fókus
Í gær

Gríma og Skúli orðin hjón

Gríma og Skúli orðin hjón
Fókus
Í gær

Eiga von á þriðja barninu

Eiga von á þriðja barninu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Metþátttaka á Stóra Kjörísdeginum – Yfir 20 þúsund gestir nutu ís, tónlistar og skemmtiatriða MYNDIR

Metþátttaka á Stóra Kjörísdeginum – Yfir 20 þúsund gestir nutu ís, tónlistar og skemmtiatriða MYNDIR
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stórleikari mátti þola leit lögreglu – Miður sín yfir að þeir þekktu hann ekki

Stórleikari mátti þola leit lögreglu – Miður sín yfir að þeir þekktu hann ekki
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“
Fókus
Fyrir 1 viku

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 1 viku

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set