fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fókus

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 16:51

Hjálmar Örn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjálmar Örn Jóhannesson, skemmtikraftur með meiru, létti á sálu sinni þegar hann játaði á sig gömul bernskubrek. Hann og vinkona hans, Eva Ruza, ræddu málið í þætti þeirra Helgarvaktin á K100 nýlega.

„Þú ert búin að játa, ætlar að selja treyjuna hans  [maður Evu] ef við getum fengið peninga. Hvað er að gerast? Með bensínbrúsa út í bíl, maður veit ekki hvað hefur gerst í þessu sumarfríi hjá þér,“ segir Hjálmar Örn við Evu.

„Hjálmar, við getum ekki rætt þetta aftur út af því að síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið. Hvað heldurðu að fólk haldi um mig?“ svarar Eva.

Eva spyr hvort Hjálmar Örn hafi ekkert gert sem krakki sem hafi verið vafasamt. Hann er ekki lengi að svara og segist einu sinni hafa kveikt í sinu.

„Rétt hjá Fylkisvellinum.  Ég fékk í hendurnar eldspýtur mjög óvænt og var bara einn. 

Og er eins og alltaf þarna allt sumarið og allt úti í fótbolta. Allir alltaf úti í fótbolta. Svo bara fótboltinn búinn og ég er á leiðinni heim. Ég var bara einn. Ég kveiki í smá hérna, bara til að sjá svona. Svo slekk ég bara strax, hugsaði ég. Og ég ætlaði að gera það, bara rétt að sjá þetta brenna, þú veist. Ég var með þessar eldspýtur. Þetta er bara ágætis forvörn þessi saga.“ 

Verr fór þó en Hjálmar Örn ætlaði. Segist hann strax hafa kviknað í á fullu og hann ekki ráðið við neitt.

„Það var svo þurrt grasið og ég fer bara úr treyjunni og byrja bara að slá og reyna að slökkva á fullu og stappa á fullu. Og það kemur eitthvað fólk hlaupandi að. Og ég bara er á fullu þarna að slá og stappa. Og þeir spyrja hvort ég hafi séð hver gerði þetta. Ég sagði nei. Ég er bara að reyna að slökkva þetta. Og var hampað sem hetju.“ 

Segir hann marga hafa komið að og náðst hafi að slökkva sinubrunann sem var á nokkuð stóru svæði. Hann hafi síðan komið heim skítugur, lyktandi af reyk og í brunnum galla. Móðir hans hafi eðlilega spurt hvað kom fyrir og Hjálmar Örn sagðist hafa komið að og reynt að slökkva sinubrunann.

„Og mamma trúði mér alltaf en systir mín, hún fattaði að þetta var ég. Hún var viss um að þetta var ég, hún sagði þetta varst þú, þú kveiktir í. Ég hef ekki enn játað. En ég geri það í dag, ég hugsa að það séu fjörutíu ár síðan þetta var.“ 

Hlusta má á spjall þeirra vina í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga
Fókus
Í gær

Gríma og Skúli orðin hjón

Gríma og Skúli orðin hjón
Fókus
Í gær

Eiga von á þriðja barninu

Eiga von á þriðja barninu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Metþátttaka á Stóra Kjörísdeginum – Yfir 20 þúsund gestir nutu ís, tónlistar og skemmtiatriða MYNDIR

Metþátttaka á Stóra Kjörísdeginum – Yfir 20 þúsund gestir nutu ís, tónlistar og skemmtiatriða MYNDIR
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórleikari mátti þola leit lögreglu – Miður sín yfir að þeir þekktu hann ekki

Stórleikari mátti þola leit lögreglu – Miður sín yfir að þeir þekktu hann ekki
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“
Fókus
Fyrir 1 viku

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 1 viku

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set