fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fókus

Segist hafa lent í túristagildru á veitingastað á Íslandi – „Diskurinn kom nákvæmlega svona“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 18. ágúst 2025 09:55

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ósáttur ferðamaður segist hafa lent í túristagildru á veitingastað á Íslandi. Hann deildi raunum sínum á Reddit, í þræðinum „Shitty Food Porn“, en eins og nafnið gefur til kynna þá snýst umræðuvettvangurinn um slæman mat og matarupplifanir.

Ferðamaðurinn sagðist hafa borgað 32 bandaríska dollara, sem gerir um 3900 krónur, fyrir réttinn á ónefndum stað á Íslandi.

Mynd/Reddit

„Þetta kom nákvæmlega svona,“ sagði hann um diskinn, sem netverjar eru sammála um að sé ekki hinn girnilegasti. Þetta virðist vera lax ásamt meðlæti; tveimur litlum kartöflum, smá salati og sneið af sítrónu.

„Ég hefði bara staðið upp og yfirgefið staðinn. Kannski borgað fyrir drykkina, en enginn fengi borgað fyrir þessa sorglegu máltíð,“ sagði einn netverji og tóku fleiri undir.

Einn sagðist vera tilbúinn að borga níu dollara, eða 1100 krónur fyrir þessa máltíð.

„Það er eins og það sé búið að borða helminginn af máltíðinni,“ sagði annar.

„Við vorum búin að rannsaka hvaða ferðamannagildrur við ættum að forðast áður en við fórum til Íslands. Ég ráðlegg fólki að rannsaka aðeins áður en það fer erlendis,“ sagði einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Slúðra enn saman um sinn fyrrverandi Brad Pitt – „Hvernig er annað hægt?“

Slúðra enn saman um sinn fyrrverandi Brad Pitt – „Hvernig er annað hægt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 1 viku

Ein frægasta útvarpsstjarna heims sögð vera á útleið

Ein frægasta útvarpsstjarna heims sögð vera á útleið
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“