fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fókus

Metþátttaka á Stóra Kjörísdeginum – Yfir 20 þúsund gestir nutu ís, tónlistar og skemmtiatriða MYNDIR

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 16. ágúst 2025 16:30

Hrafn og Emma

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stóri Kjörísdagurinn fór fram í Hveragerði í dag. Viðburðurinn var gríðarlega vel sóttur og er áætlað að yfir 20 þúsund manns hafi lagt leið sína á hátíðina. Þrátt fyrir mikið álag á gatnakerfi og innviði bæjarins, gekk hátíðin vel fyrir sig. Bílastæðamál reyndust áskorun á köflum en þökk sé góðu skipulagi  fannst lausn fyrir flesta gesti.  Hátíðin er liður í Blómstrandi dögum í Hveragerði.

Hekla, Fríða og Þórhildur
Embla, Elise og Fanndís
Móheiður og Jóhanna
Þórunn Clausen og Hrefna

Iceguys og Bestís vöktu mikla athygli

Vinsæla drengjabandið Iceguys mætti á svæðið, steig á sviðið með sprell og almennum fíflagangi. Að lokum buðu þeir VIÐstöddum upp á selfie og heilsuðu upp á aðdáendur og kynntu nýlega 500 ml. ísdós sem þeir lýstu sjálfir sem „hreinni gleði í dós“. Þriðja þáttaröð hljómsveitarinnar er nýkomin í sýningu hjá Sjónvarpi Símans og vinsældir þeirra hafa náð áður óþekktum hæðum á Íslandi. Röðin til að ná mynd með þeim var á tímabili tug, jafnvel hundrað metra löng.

Rúrik með aðdáanda
IceGuys með aðdáanda
Adrían og Melrós ásamt IceGuys

Á svæðinu voru einnig samfélagsmiðlastjörnurnar Sunneva Einars og Birta Líf með vinsælu Bestís vörulínuna sína, en hún hefur öðlast sess sem klassískur íslenskur heimilisís. Vinsælt var nýta tækifærið fyrir selfie með þeim stöllum.

Sunneva og Birta
Sunneva, Mía, Chloe og Birta

Tónlist og skemmtun fyrir alla aldurshópa

Dagskráin var fjölbreytt og lífleg. Heimaböndin Slysh og Koppafeiti héldu uppi stemningunni og aðalnúmer kvöldsins, Emmsjé Gauti, tók sín vinsælustu lög og kynnirinn Lalli Töframaður hélt uppi töfrandi stemmingu.

Slysh
Koppafeiti
Emmsjé Gauti
Emmsjé Gauti
Emmsjé Gauti

Fyrir yngstu gestina var þrautabraut Hjalta Úrsusar á sínum stað. Hjalti nýtti einnig tækifærið til að hrósa nýjustu afurð Kjörís Styrkur ís, sem hann kallaði algeran „game changer“ fyrir íþróttafólk og þá sem leggja áherslu á aukna prótein inntöku.

Hjalti
Hjalti og Kári Ómarsson
Hjalti, Kári, Óskar, Benjamín og Fenrir
Edda Sif

Ís í ómældu magni – allt frá vanillu mjúkís  til furðuísa

Eins og hefð er fyrir á Stóra Kjörísdeginum var boðið upp á ómælt magn af ís og krapa, í ár var boðið upp á  20 mismunandi tegundir. Vinsælasta tegundin var Dubai ísinn, sem hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum undanfarið en Kjörís setti hann á markað fyrir um fjórum vikum og tilkynnti nýlega að framleiðslan væri nú í tímabundnu stoppi vegna afurðaskorts .

Gestir gátu einnig smakkað úrval „furðuísa“ á borð við mascarpone-ís, popcorn-ís og UBE-ís unnin úr fjólubláum sætum kartöflum.

Löng hefð er fyrir furðuísum á ísdeginum en einn umtalaðasti furðuísinn frá fyrri árum er klárlega brjóstamjólkurísinn sem boðið var upp á en þá fengust nokkrar vel mjólkandi mæður frá Hveragerði til að leggja til í hann.

Lalli töframaður
Fanný, Sigríður, Oliver og Þóra
Steinunn og Ari

Innsýn í framtíðina

Í fyrsta sinn bauð Kjörís viðskiptavinum sínum að skyggnast örlítið inn í framtíðina og kynnti nýjungar sem væntanlegar eru á árinu.  Þar gaf að líta nýja línu af jógúrtís í neytendaumbúðum. Ísinn inniheldur lægra magn af fitu en hefðbundinn ís og þykir af mörgum ferskari kostur.  Jógúrtís hefur náð miklum vinsældum víða í heiminum og við höfum fengið fjölda fyrirspurna um hann. Þetta er svar Kjörís.

Sú vara sem mesta athygli hlaut þó var líklega Styrkur ís sem er ís ætlaður fólki sem sækist eftir því að auka próteininntöku sína. Það var mál íþróttafólks á staðnum að þessi ís gæti orðið hluti af daglegri neyslu þess því í skammtinum sem er ansi nettur aðeins um 240 ml. eru 21g af próteini og aðeins 311 kaloríur.

Herra Hnetusmjör
Rúrik
Jón Jónsson
Jón og AronCan

Aron Can, Katrín og Elísabet

Tómas og Einar
Michael, Elía og Patrik
Hlín, Sandra, Jóel og Óðinn
Eyvindur og Hlynur
Mannlegasti blaðamaður landsins Magnús Hlynur
Sigrún, Elena, Sæbjörg, Vigdís og Hafrún

Sterk hefð og mikilvægur vettvangur vöruþróunar

Þetta var í 16. skipti sem Stóri Kjörísdagurinn er haldinn. Viðburðurinn hefur fest sig í sessi sem einn vinsælasti fjölskyldudagur sumarsins og er mikilvægur vettvangur fyrir mjólkurfræðinga og bragðgæðinga Kjörís til að kynna nýjungar og safna viðbrögðum frá neytendum.

Viðbrögðin í ár gefa sterkar vísbendingar um að úr vöndu verði að ráða við val á Mjúkís ársins 2026 því óvenju margar tegundir fengu yfirburða móttökur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 1 viku

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna
Fókus
Fyrir 1 viku

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt