fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fókus

Sýningaropnun Lilju á laugardag – Um leið og þú lítur undan

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. ágúst 2025 17:02

Lilja Birgisdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndlistarkonan Lilja Birgisdóttir opnar sýningu sína, Um leið og litið er undan, í Þulu gallerí í Marshallhúsinu laugardaginn 16. ágúst kl. 17. Allir eru velkomnir.

Sýningin fjallar um töfrana allt í kringum okkur. Það eru undur allt í kringum okkur, við þurfum bara að gefa þeim gaum. Suma daga vildi ég gjarnan setja vísifingur á sjálfið og njóta aðeins fegurðar sem ég á að nafninu til. Vita nákvæmlega hvar ég enda og heimurinn byrjar.

En sjálfið er túnfífillinn sem brýst upp úr viðjum malbiksins og telur sig eiga erindi við sólina. Sjálfið er hverful mynd í regnvatninu, stakur rammi sem við gengum næstum því framhjá.

Aðeins í augum sem horfa af alúð lifnar heimurinn við, og enn hefur mér ekki tekist að snerta án þess að vera snert. Allt sem ég glæði lit málar innviði mína hispurslaust í sömu litum.

Við erum gerð úr öllu sem við gefum gaum. Samtímis sólin og túnfífillinn, við erum fislétt þungamiðja í eigin skynveruleika. Gjöful athygli er það eina sem ég á, að nafninu til.

Lilja Birgisdóttir (f. 1983) er myndlistarkona sem býr og starfar í Reykjavík. Hún vinnur með fjölbreytta miðla, þar á meðal ljósmyndun, gjörninga, myndbandsverk, hljóð og innsetningar. Hún nam ljósmyndun við Royal Academy of Arts í Den Haag og lauk því námi árið 2007. Árið 2010 lauk hún BA-námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands.

Lilja er meðlimur í listahópnum Fischersund, sem stofnaður var árið 2017 af systkinunum Ingu, Jónsa, Sigurrós og Lilju. Fischersund rekur ilmhús og sýningarrými í Reykjavík þar sen ilmur, sjónlist og tónlist mætast.

Sjá viðburð um myndlistarsýninguna á Facebook hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hildur sýnir hvernig glansmyndir á Instagram eru teknar – „Við verðum að taka mynd, ég verð að pósta þessu“

Hildur sýnir hvernig glansmyndir á Instagram eru teknar – „Við verðum að taka mynd, ég verð að pósta þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu
Fókus
Fyrir 1 viku

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 1 viku

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 1 viku

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það
Fókus
Fyrir 1 viku

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“