Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio mun vera grútspældur eftir að hann var stöðvaður af lögreglu í Ibiza, og lögreglumennirnir báru ekki kennsl á hann.
Í myndbandi sem DailyMail birti má sjá leikarann og vini hans stöðvaða af lögreglu, en vinirnir voru á leið í tequilapartý. Leitað var á mörgum sem ætluðu í partýið. DiCaprio stendur og skrollar í símanum sínum meðan hann bíður eftir að lögreglumenn leiti á honum.
Í myndbandinu má heyra konu segja: „Þeir eru að leita á mér núna.“ Óvíst er hvort konan er kærasta DiCaprio, fyrirsætan Vittoria Ceretti, sem er með honum í fríi í Ibiza.
Stórleikarinn fékk enga sérmeðferð að sögn heimildarmanns, allir máttu þola leit. Og það var einfaldlega af því lögreglan bar engin kennsl á DiCaprio.