fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fókus

Slúðra enn saman um sinn fyrrverandi Brad Pitt – „Hvernig er annað hægt?“

Fókus
Þriðjudaginn 12. ágúst 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Jennifer Aniston viðurkennir að hún og vinkona hennar, leikkonan Gwyneth Paltrow, slúðri enn um sameiginlegan fyrrverandi kærasta sinn, leikarann Brad Pitt.

„Kaldhæðnislega fór ég í trúlofunarveislu hennar og Brads,“ sagði Aniston í forsíðuviðtali Vanity Fair sem kom út á mánudag.

Þegar Aniston var spurð hvort hún og Paltrow tali nokkurn tíma saman um ástarsambönd sín við Pitt svaraði hún: „Ó, auðvitað. Hvernig getum við annað? Við erum stelpur.“

Leikkonurnar kynntust árið 1995 þegar David Schwimmer, meðleikari Aniston úr Friends og Paltrow léku saman í kvikmyndinni The Pallbearer. 

Paltrow og Aniston.

Pitt og Paltrow kynntust árið 1994 þegar þau léku hjón í spennnumyndinni Se7en, hann var þá. Hann var þá 32 ára og hún 23 ára. 

Í þakkarræðu sinni á Golden Globe verðlaunahátíðinni árið 1996 fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni 12 Monkeys sagði Pitt Paltrow vera ástina í lífi sínu. Í desember sama ár bað hann hafa um að giftast sér. Samband þeirra sem stóð yfir frá 1994 til 1997 var einatt í kastljósi fjölmiðla, en það endaði í júní 1997. Héldu þau þó nánu vinasambandi á eftir. 

Pitt og Paltrow.

Pitt hitti síðan Aniston árið 1998. Pitt bað hennar árið 1999 og þau giftust í glæsilegri athöfn í Malibu í júlí 2000. Parið kom aðdáendum á óvart þegar þau tilkynntu skilnað sinn í janúar 2005. „Við viljum tilkynna að eftir sjö ár saman höfum við ákveðið að skilja formlega,“ sögðu þau í sameiginlegri yfirlýsingu á þeim tíma.

Aniston og Pitt.

„Fyrir þá sem fylgjast með svona málum viljum við útskýra að skilnaður okkar er ekki afleiðing neinna vangaveltna sem fjölmiðlar hafa greint frá. Þessi ákvörðun er afleiðing mikillar íhugunar. Við erum hamingjusöm og höldum áfram að vera tryggir og umhyggjusamir vinir sem berum mikla ást og aðdáun hvort fyrir öðru.“ Skilnaður Aniston og Pitt var endanlega staðfestur í október sama ár.

Pitt giftist síðar leikkonunni Angelinu Jolie, en stormasömum skilnaði þeirra lauk í ár og er hann nú í sambandi með Ines De Ramon. Aniston er að hitta dáleiðslufræðinginn Jim Curtis.

Paltrow hefur verið gift Brad Falchuk síðan 2018. Hún á börnin Apple, 21 árs, og Moses, 19 ára, með fyrrverandi eiginmanni sínum, Chris Martin, forsprakka hljómsveitarinnar Coldplay.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það prumpar enginn glimmeri alla daga“

„Það prumpar enginn glimmeri alla daga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Guðný stendur sig vel í Mongólíu – Gerjaða hrossamjólkin smakkast eins og mysa og rennur vel niður

Anna Guðný stendur sig vel í Mongólíu – Gerjaða hrossamjólkin smakkast eins og mysa og rennur vel niður
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans
Fókus
Fyrir 6 dögum

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins