Á dögunum voru frumsýndir nýir raunveruleikaþættir um líf hinnar 18 ára gömlu Princess en þættirnir bera heitið The Princess Diaries.
Peter Andre kemur töluvert fram í þáttunum og í fyrsta þættinum sem sýndur var í gær sést til dæmis þegar hann er látinn lesa skilaboð sem dóttir hans hefur fengið frá fullorðnum karlmönnum á samfélagsmiðlum. Þegar þátturinn var tekinn upp var Princess aðeins 17 ára og því undir lögaldri.
Í þættinum lýsir Princess því að vanalega fái hún skilaboð frá „eldri mönnum“ og þeim detti ýmislegt í hug. „Sumir tala um tærnar á mér og vilja bjóða mér á stefnumót,“ segir hún og bætir svo við síðar þegar hún sést virða fyrir sér ein skilaboð sem hún hefur fengið. „Ég get ekki lesið þessi skilaboð upphátt, þau eru ógeðsleg.“
Hún segist elska að eiga í samskiptum við aðdáendur sínar. „En það eru til skuggahliðar á samfélagsmiðlum sem fólk sér ekki. Maður fær mikið af óviðeigandi skilaboðum og sum eru hreint ógeðsleg,“ segir hún.
Faðir hennar, Peter Andre, sést einnig lesa skilaboðin og honum er augljóslega brugðið yfir sumum af þeim. „Mér er óglatt,“ segir hann meðal annars og bendir á að hún sé enn litla barnið hans.
Princess, sem heitir fullu nafni Princess Tiaamii Crystal Esther Andre, hefur verið að gera það gott í módelbransanum á síðustu árum og er hún til dæmis samningsbundinn verslunarkeðjunni Superdrug sem sérhæfir sig í heilbrigði og fegurð.